Tímarit Máls og menningar - 01.12.1968, Blaðsíða 92
Tímarit Máls og menningar
nú er af ráðið, að það fari á morgun eða hinn daginn, og um sjálfa helgi-
dagana er örðugt að finna menn heima hjá sjer. Samt sem áður skal jeg, ef
jeg næ ekki í þetta skip, skrifa annaðhvort með skipi til Akureyrar (sje
nokkurt ófarið þangað) eða með skipi, sem bráðum kvað fara til Reykjavíkur,
og fela þá brjefið á hendur Jóni mínum Markússyni í Reykjavík. — Væri
enginn vegur til fyrir Ykkur að komast frá Húsabakka, fyrst að móður minni
góðri fellur þar svo illa? Jeg er svo hræddur um, að vætan valdi nokkru um
heilsufar hennar; en allt, sem verður, er til þess vinnandi, að það gæti orðið
betra.
Brjefinu til Finns Magnússonar kom jeg til hans sama dag og jeg fjekk
brjefin. Þar sem þú, faðir góður! talar um, að senda mjer dálítið framan af
Húnvetningasögu þinni, þá tek jeg því með þökkum, ef það gæti orðið í haust
(en ógerandi væri að senda hana að vetri suður með pósti til að koma henni í
póstskipið). Samt skaltu ekki gjöra það, nema þú eigir hægt með; því verði
jeg ekki svo heppinn, að komast alfarinn heim að sumri, þá kem jeg þó að
líkindum, ef g. I. snögga ferð.
Brjef Ykkar leiguliðanna hef jeg að sönnu sýnt fáeinum íslendingum, en
ekki öllum, og har mart til þess, sem hjer yrði of langt að rita, en jeg skal
skrifa þjer það síðar meir, ef g. 1. Jeg er sannfærður um, að það reið ekki
á miklu, og vil jeg biðja velvirðingar á, ef Ykkur þykir jeg hafa brugðizt
Ykkur í því efni. Berðu fyrir mig öllum hlutaðeigendum kæra kveðju mína.
Þegar fyrsta alþingi verður sett, þá verði þið fyrir hvem mun að koma
með bænarskrár til alþingis, um það sem Ykkur þykir máli skipta og rita sem
flestir þar undir. Jeg kemst ekki til að fara hjer um fleirum orðum í þetta sinn.
Jeg sendi þjer nú, faðir minn! sjöunda ár Fjölnis og sögu Nelsons, og er
minnkun að, hvað lengi það hefur dregizt fyrir mjer.
Bindindisfjelag ætti að stofna í Glaumbæjarsókn með ráði sjera Ha[ll-
d]órs. (Samber Fjölni.)
Heilsi þið kærlega frá mjer systkinum mínum og Tómasi á Hvalnesi og
öðru[m] kunningjum.
Að endingu bið jeg Ykkur tveggja hluta: að láta alls öngvann sjá flfýtis]
brjef þetta, og að rita mjer í haust rækilega um öll þau efni, sem hjer í [er] á
vikið. Það verður bezt að skrifa utan á brjefið, auk kveðjunnar til mín þessi
„Anbefales Hr. Fuldmægtig í Rentekammerets danske Secretariat
Brynjólfur Pjetursson“.
Veri þið nú hjartanlegast kvödd af Ykkar elskandi syni:
Konráði Gíslasyni.
298