Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1973, Page 105

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1973, Page 105
ur um hrygg, aS hún fékk greitt „léns- skipulaginu" banahögg. Sama máli gegndi um bókmenntafræðinginn og heimspeking- inn Hippolyte Taine, sem var allmiklu yngri en þeir sem nú hafa verið nefndir. I bókmenntasögu vann Taine athyglisverð afrek, en byltingarsaga hans er óþvegið níðrit komið í beinan karllegg af áróðurs- riti Edmund Burkes. En það er sammerkt þessari söguritun, að hún tekur framar öllu mið af stjórn- málalegum og hugmyndafræðilegum þátt- um byltingarinnar. I annan stað birtist byltingin eins og breið og óbrotin elfur, andstæður byltingarinnar aðeins tvær: ann- ars vegar borgarastétt, hins vegar aðall og kirkja, og andstæðurnar tjáðar í afströktu sniði. Á þessu varð allmikil breyting, er sósíalistaforinginn Jean Jaurés gaf út rit sitt: Histoire socialiste de la Révolution frangaise á fyrstu árum þessarar aldar. Þar má kenna ríkra ábrifa frá söguhyggju marxismans. Jaurés beindi augum að efna- hagslegum og félagslegum grundvelli bylt- ingarinnar. En hann gat samt sem áður ekki losað sig undan hinni eldri sögu- skoðun, að byltingin hefði verið ein og óbrotin hreyfing, runnin undan rifjum borgarastéttar, sem búin var miklum efna- legum og andlegum auði. Það varð hlut- verk Alberts Mathiez að kafa dýpra niður í hafsjó heimildanna. Honum nægði ekki að etja saman arfhelgum lögstéttum hins gamla Frakklands. Hann sundurliðaði hverja stétt í smærri félagseiningar og komst að raun um að innan hverrar stéttar gætti oft ríkra hagsmunaárekstra, félags- legs klofnings, sem rekja mátti til ólíkrar afstöðu í atvinnu- og hagkerfi Frakklands. Með þessum hætti gafst kostur á að Ijúka upp hurðum að mörgum leyndardómum byltingarinnar, skýra pólitísk vandamál hennar á innlendum og erlendum vettvangi, stefnu og viðbrögð pólitískra flokka og TJmsagnir um bœkur flokkshópa og einstaklinga. Þess var ekki lengur þörf að beita oddbrotinni mæli- stiku móralsins á hetjur byltingarinnar og athafnir, það þurfti ekki að skipta þeim í góðar og vondar hetjur eða meta þró- unarskeið byltingarinnar eftir góðu og illu. í stað hins huglæga geðþótta í túlkun og tjáningu byltingarsögunnar, sem var æði oft mörkuð pólitískum og samfélagsleg- um hleypidómum þeirra, sem héldu á penna, mátti nú nálgast hlutbundinn veru- leika hennar. Ég segi nálgast, því það er ekki nema í einstökum atriðum, að reikn- ingsdæmi sögu og sagnfræði gangi upp. Mathiez samdi byltingarsögu sína með þeim hætti, að hann fékk lýst byltingunni í lifandi heild og tjáð samhengið í hinum sundurleitu þáttum hennar, haglega of- inn vefur, en ekki grisjótt dula. Hver sem les hók hans með athygli kennir skjótt skyldleikans við rannsóknaraðferð marx- ískrar söguhyggju. Þegar minnzt er þessara sifjatengsla er ekki ófróðlegt að bera saman skilgreiningu Mathiez og Karls Marx á byltingum. Upp- hafsorðin í byltingarsögu Mathiez eru á þessa leið: „Raunverulegar byltingar láta eigi þar við sitja að breyta stjórnarfari og ríkis- stjórnum, heldur umtuma þær allri stjórn- og eignaskipan; slíkar byltingar grafa lengi um sig áður en þær brjótast út af völd- um einhverra tilviljunarkenndra atvika. Franska byltingin sem skall á fyrr en nokkurn forsprakka hennar eða fórnar- lamba hafði grunað, hafði verið meira en heila öld í aðsigi. Hún spratt af sí- vaxandi misræmi milli raunveruleikans og laganna, stjórnarstofnana og siðvenja, bók- stafs og anda.“ Lítum þá til samanburðar á skilgrein- ingu Kommúnistaávarpsins á borgaraleg- um byltingum, en þar er sýnilega tekið mið af hinni frönsku: 311
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.