Tímarit Máls og menningar - 01.12.1973, Qupperneq 105
ur um hrygg, aS hún fékk greitt „léns-
skipulaginu" banahögg. Sama máli gegndi
um bókmenntafræðinginn og heimspeking-
inn Hippolyte Taine, sem var allmiklu
yngri en þeir sem nú hafa verið nefndir.
I bókmenntasögu vann Taine athyglisverð
afrek, en byltingarsaga hans er óþvegið
níðrit komið í beinan karllegg af áróðurs-
riti Edmund Burkes.
En það er sammerkt þessari söguritun,
að hún tekur framar öllu mið af stjórn-
málalegum og hugmyndafræðilegum þátt-
um byltingarinnar. I annan stað birtist
byltingin eins og breið og óbrotin elfur,
andstæður byltingarinnar aðeins tvær: ann-
ars vegar borgarastétt, hins vegar aðall og
kirkja, og andstæðurnar tjáðar í afströktu
sniði. Á þessu varð allmikil breyting, er
sósíalistaforinginn Jean Jaurés gaf út rit
sitt: Histoire socialiste de la Révolution
frangaise á fyrstu árum þessarar aldar.
Þar má kenna ríkra ábrifa frá söguhyggju
marxismans. Jaurés beindi augum að efna-
hagslegum og félagslegum grundvelli bylt-
ingarinnar. En hann gat samt sem áður
ekki losað sig undan hinni eldri sögu-
skoðun, að byltingin hefði verið ein og
óbrotin hreyfing, runnin undan rifjum
borgarastéttar, sem búin var miklum efna-
legum og andlegum auði. Það varð hlut-
verk Alberts Mathiez að kafa dýpra niður í
hafsjó heimildanna. Honum nægði ekki að
etja saman arfhelgum lögstéttum hins
gamla Frakklands. Hann sundurliðaði
hverja stétt í smærri félagseiningar og
komst að raun um að innan hverrar stéttar
gætti oft ríkra hagsmunaárekstra, félags-
legs klofnings, sem rekja mátti til ólíkrar
afstöðu í atvinnu- og hagkerfi Frakklands.
Með þessum hætti gafst kostur á að Ijúka
upp hurðum að mörgum leyndardómum
byltingarinnar, skýra pólitísk vandamál
hennar á innlendum og erlendum vettvangi,
stefnu og viðbrögð pólitískra flokka og
TJmsagnir um bœkur
flokkshópa og einstaklinga. Þess var ekki
lengur þörf að beita oddbrotinni mæli-
stiku móralsins á hetjur byltingarinnar og
athafnir, það þurfti ekki að skipta þeim
í góðar og vondar hetjur eða meta þró-
unarskeið byltingarinnar eftir góðu og
illu. í stað hins huglæga geðþótta í túlkun
og tjáningu byltingarsögunnar, sem var
æði oft mörkuð pólitískum og samfélagsleg-
um hleypidómum þeirra, sem héldu á
penna, mátti nú nálgast hlutbundinn veru-
leika hennar. Ég segi nálgast, því það er
ekki nema í einstökum atriðum, að reikn-
ingsdæmi sögu og sagnfræði gangi upp.
Mathiez samdi byltingarsögu sína með
þeim hætti, að hann fékk lýst byltingunni
í lifandi heild og tjáð samhengið í hinum
sundurleitu þáttum hennar, haglega of-
inn vefur, en ekki grisjótt dula. Hver sem
les hók hans með athygli kennir skjótt
skyldleikans við rannsóknaraðferð marx-
ískrar söguhyggju.
Þegar minnzt er þessara sifjatengsla er
ekki ófróðlegt að bera saman skilgreiningu
Mathiez og Karls Marx á byltingum. Upp-
hafsorðin í byltingarsögu Mathiez eru á
þessa leið:
„Raunverulegar byltingar láta eigi þar
við sitja að breyta stjórnarfari og ríkis-
stjórnum, heldur umtuma þær allri stjórn-
og eignaskipan; slíkar byltingar grafa lengi
um sig áður en þær brjótast út af völd-
um einhverra tilviljunarkenndra atvika.
Franska byltingin sem skall á fyrr en
nokkurn forsprakka hennar eða fórnar-
lamba hafði grunað, hafði verið meira
en heila öld í aðsigi. Hún spratt af sí-
vaxandi misræmi milli raunveruleikans og
laganna, stjórnarstofnana og siðvenja, bók-
stafs og anda.“
Lítum þá til samanburðar á skilgrein-
ingu Kommúnistaávarpsins á borgaraleg-
um byltingum, en þar er sýnilega tekið
mið af hinni frönsku:
311