Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1973, Qupperneq 115

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1973, Qupperneq 115
hennar rís samfélagið. Á báðum stöðun- um eru það fríkirkjusöfnuðir sem eigast við um sálirnar. Það voru misjafnlega ein- sýnir mótmælendasöfnuðir sem efndu til harðrar baráttu og hóflítillar samkeppni í ófögru, en rækilegu, samræmi við þær hag- fræðikenningar sem efnahagslífið markað- ist af. Vitaskuld er óþarfi að fara mörgum orðum um það hversu mjög þjóðfélögin þar vestra mótast enn af þessum uppruna, af einstaklingshyggju, frumbýlingsviðhorf- um og trúarskoðunum sem ganga nær kenningum Kalvíns en Lúters. Uppruni fólksins réð því í byggðum Is- lendinganna að kirkjufélögin sem mest gætti töldust til lúterstrúar. Harkan og hófleysið lýsir sér hins vegar etv. skýrast í því að hinn „rétttrúaði" séra Jón Bjarna- son gat varla fengið sig til þess að sverta sig á því að taka í höndina á öðrum eins „trúvillingi" og vandræðamanni fyrir þær sakir sem Friðrik Guðmundssyni, að því er hinn síðari skýrir frá. Og það er alveg samkvæmt þeirri hugmynd sem lesandinn fær um þennan umburðarlynda og raungáf- aða alþýðumann að Friðrik tók afstöðu með þeim mönnum sem meira litu á andann en bókstafinn, mátu meir almúgann en höfð- ingjana og töldu meira vert um trúarlíf en kirkjuskipan, og gerðu sér fremur far um kærleiksboðið en hatrammar vítishót- anir. Þessi mál öll voru efst á baugi með Vestur-íslendingum um það leyti sem Frið- rik Guðmundsson var að setjast að þar vestra, og hann varð þess fljótt var hve ill- vígar þessar skærur gátu orðið. í eðli sínu hefur hann verið frábitinn ofstæki og for- dómum en fróðleiksþyrstur leitandi hvar sem hann fór. Hann reyndi að miðla mál- um og taldi kristnina næga öllum játend- um til að sameinast um, en varð fyrir von- brigðum. Síðasti hluti endurminninganna fjallar aðallega um þessi efni, og er það UmsagnÍT um bœkur raunar að vonum eins og allt var í pottinn búið. Menn munu minnast afskipta Steph- áns G. af þessum deilum, og þess má engu síður geta að um þetta leyti voru umræður og deilur um þessi efni mjög háværar hér á landi, þótt það sé nú mest gleymt og grafið. Þess eru td. dæmin að starfandi klerkar á íslandi kölluðu Jón biskup Helgason sín á milli „Jón heiðna“ vegna þess að hann var nýguðfræðingur. Harald- ur Níelsson var á þessum árum einhver vinsælasti fyrirlesari með þjóðinni og eimir enn mjög eftir af áhrifum hans. AI- þjóðarathygli vakti uppreisn séra Gunnars Benediktssonar, þótt flestir muni nú i ró geta lesið ritgerðir hans og nýbirtar end- urminningar. Séra Sigurður Einarsson, síð- ar í Holti, var líka á víxl frægur eða al- ræmdur, og Brynjólfur Bjarnason var dreg- inn fyrir rétt og dæmdur fyrir guðlast. Sio transit gloria mundi - nú hafa menn miklu meiri áhyggjur af húsbyggingum og yfir- vinnu, verðlagi og vísitölu; hið stundlega hefur þokað því eilífa um set í hugum manna og má í einlægni spyrja hvort orð- ið hafi framför eða afturför. Endurminningar Friðriks Guðmundsson- ar eru miklu meira og margt fremur en lýsing á ævi hans sjálfs, og hann er ekk- ert að orðlengja fram og aftur um eiginn hag eða tilfinningar. Hann er einatt bein- línis hljóður um sjálfs sín hagi. Oftar en einu sinni kemst hann svo að orði að hann hafi lifað „á morgni menningarinn- ar“. Hann tilheyrði hinni bjartsýnu kyn- slóð sem óx úr grasi og mótaðist áður en djöfulgangur 20. aldarinnar hófst sumarið 1914. Að loknum fyrsta kapítula þeirrar sögu, sem virðist hafa gengið fram hjá honum - eins og endurminningarnar liggja fyrir, - heimsótti hann ísland árið 1919, og varð förin honum tilefni til ýmiss sam- anburðar sem er lærdómsríkur. Hann lést árið 1936 og var hlíft við því að lifa í 21 TMM 321
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.