Tímarit Máls og menningar - 01.03.1977, Page 11
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR ■ 38. ÁRG. • 1. HEFTI • MARS 1977
Fylgt úr hlaði
Tímarit Máls og menningar kemur nú tii félagsmanna og annarra í nýjum
búningi, en brotið verður áfram hið sama og uppsetning einnig, a. m. k.
fyrst í stað. Frá og með þessu hefti verða mannaskipti í ritstjórn Tímarits-
ins þar sem Sigfús Daðason lætur af starfi sem ritstjóri þess. Sigfús á að
baki langan starfsferil í forystu Máls og menningar, og ritstjóri þessa tíma-
rits hefur hann verið allt frá 1960. Arið sem hann gerðist meðritstjóri
Tímaritsins var það stækkað og efnisval varð nokkru fjölþættara. Ritgerðir
Sigfúsar og greinar um bókmenntir og menningarmál sætm miklum tíð-
indum og er þá ógetið Ijóða hans sem eru vafalaust meðal besta og vand-
aðasta skáldskapar sem út hefur komið á íslensku á undangengnum áramg-
um. Sigfús hefur nú kosið að hverfa til annarra starfa. Fyrir hönd félagsins
skulu honum færðar árnaðaróskir og þakkir fyrir margra ára samfylgd.
Eins og kunnugt er var Sigfús Daðason einn ritstjóri Tímaritsins á
síðastliðnu ári. Stjórn Máls og menningar hefur tekið þá ákvörðun að
hafa ritstjóra áfram aðeins einn, en jafnframt hefur verið skipuð fimm
manna ritnefnd samkvæmt tilnefningu stjórnar og í samráði við núverandi
ritstjóra. I henni em Arni Bergmann, Ingibjörg Flaraldsdóttir, Magnús
Kjartansson, Oskar Halldórsson og Vésteinn Lúðvíksson. Þau eru hér með
boðin velkomin til starfa.
A þessu ári eru fjörutíu ár liðin frá stofnun Bókmenntafélagsins Máls
og menningar. Með fádæma elju, bjartsýni og eldmóði tókst Kristni E.
Andréssyni og félögum hans að renna þeim stoðum undir rekstur þessa blá-
fátæka félags sem nú birtast í glæsilegri bókabúð og útgáfubókum sem
skipta hundruðum. Tilgangur félagsins hefur aldrei verið gróðasöfnun enda
hafa skuldir fremur en gróði sett svip sinn á alla sögu þess. Markmið þess
frá upphafi var að gera almenningi kleift að eignast góðar bækur á við-
ráðanlegu verði og stuðla að tengslum milli alþýðu og framsækinna höf-
unda. En ekki aðeins það. Gefum Kristni sjálfum orðið:
1 TMM
1