Tímarit Máls og menningar - 01.03.1977, Blaðsíða 106
Tímarit Máls og menningar
Lausnarplöggin voru útfyllt strax daginn fyrir nefndarfundinn, en þá
stakk Svejk góðidáti bara af. Hann varð að yfirgefa herbúðirnar á laun til
að geta þjónað hans tign, keisaranum, áfram.
Og mikil var undrun manna þegar Svejk góðidáti birtist hálfum mánuði
síðar á næturþeli og tilkynnti hliðverðinum með einlægu brosi á kringlóttu,
sælu andlitinu:
„Tilkynni í undirgefni, kominn til að láta fangelsa mig fyrir að hafa
stungið af úr hernum svo ég geti haldið áfram að þjóna hans tign, keis-
aranum, alveg til seinasta andvarps.“
Honum varð að ósk sinni. Hann fékk hálfs árs fangelsi og þegar hann
svo óskaði eftir því að halda áfram þjónustunni var hann látinn í vopna-
búrið og sagt að troða skotull í tundurskeyti.
Svejk góðidáti meðhöndlar skotull
Og þetta fór líkt og æruverðugur herpresturinn hafði spáð þegar hann
sagði:
„Svejk, skepnan, ef þú heldur áfram að þjóna hafnarðu á endanum í
skotullinni. Og þangað ferðu sko á eigin ábyrgð.“
I vopnabúrinu lærði Svejk góðidáti semsagt að meðhöndla skotull og
setja hana í tundurskeyti. Þetta var alveg gamanlaust starf. Þarna stóð
hann yfirleitt með annan fótinn á himnum og hinn í gröfinni.
En Svejk góðidáti var þó hvergi banginn. Innanum dynamít, ekrasít
og skotull var hann glaður og reifur. Ur bragganum þar sem tundurskeyti
voru fyllt þessum voðalegu sprengiefnum barst glaðlegur söngur. Hann
söng uppáhaldsljóðið sitt, barátmsöng átjándu herdeildar um töku Mílanó-
borgar.
I kjölfar þess herskáa söngs komu svo aðrir heillandi textar um snúða
og bollur á stærð við mannshöfuð sem dátinn Svejk sporðrenndi af ósegjan-
legri lyst.
Þannig var hann hæstánægður í skotullinni og út af fyrir sig í vopna-
búrsbragganum.
Einn daginn kom eftirlitið og gekk frá einum bragganum í annan til að
sjá hvort allt væri ekki í lagi.
92