Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1977, Page 108

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1977, Page 108
Tímarit Máls og menningar blöðin skrifuðu um það. Hver bragginn af öðrum flaug í loft upp, áður en þrír fjórðu úr sekúndu voru liðnir sprakk allt heila vopnabúrið. Slysið átti upptök sín í bragganum þar sem Svejk góðidáti var að læra að meðhöndla skotull. Þar hrannaðist upp eins og risavaxið leiði úr timbri, bitum og járngrindum sem komu fljúgandi úr öllum áttum til að votta hinum staðfasta Svejk, sem var allsendis óhræddur við skotullina, hinstu virðingu sína. Framvarðarsveitir unnu að því heila þrjá daga að hreinsa rústirnar og gætm þess að raða saman höfðum, gtunpum, handleggjum og fótum svo góður Guð ætti hægara með að átta sig á tign manna fyrir hinum Efsta Dómi og gæti þá launað hverjum og einum eftir því. Það var mikil þraut. I þrjá daga voru björgunarsveitirnar líka að hreinsa til í gröf Svejks og fjarlægja borð og járngrindur. Þriðju nóttina sem þeir voru að róta í haugn- um barst til þeirra ofurþýð rödd sem var að syngja baráttusöng átjándu herdeildar: „Piemont, Piemont, sendum áfram öflugra lið / en allar fjórar brýrnar og Mílanborgarhlið / hopp, hopp, hopp.“ I skini kyndlanna grófu þeir niður á þann sem þessa rödd átti. Undir haugnum var eins konar hellir úr borðum og járngrindum. I horninu stóð Svejk góðidáti, lagði frá sér pípuna, lyfti handleggnum tignarlega og kallaði: „Tilkynni í undirgefni, ekkert óvænt hér, allt í stakasta lagi!“ Svejk góðidáti var nú færður úr prísundinni. Þegar hann stóð frammi fyrir offíséranum sagði hann aftur: „Tilkynni í undirgefni, allt í stakasta lagi. Bið í undirgefni um að vera leystur af vaktinni því klukkan er löngu orðin sex, bið einnig um yfirtíð fyrir dagana sem ég lá í brakinu.“ Svejk góðidáti var sá eini í öllu vopnabúrinu sem lifði af þessar hörm- ungar. Honum til heiðurs var haldið dálítið samkvæmi í offísérakasínóinu niðri í bænum. I miðjum hópi offíséranna stóð Svejk góðidáti og drakk eins og greifi með góðlátlegt og kringlótt andlitið ljómandi af gleði. Daginn eftir fékk hann borgaða þriggja daga yfirtíð og sneri svo til herflokksins síns eins og byrja ber í stríðinu. Þrem vikum seinna var hann útnefndur korpórall og sæmdur stríðsorðunni af æðri gráðu. Þegar hann stikaði inn í búðirnar í Triente með orðuna og glitrandi korpóralsstjörnur mætti hann Knobloch lautínanti sem allur fór að titra og skjálfa þegar hann sá þetta skelfilega vinsamlega andlit Svejks góða- dáta: 94
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.