Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1977, Blaðsíða 14

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1977, Blaðsíða 14
Tímarit Máls og menningar En fleiri erlend ríki beittu áhrifum sínum beint og óbeint eftir því hverjir hagsmunirnir voru og hafa tveir ungir íslenskir sagnfræðingar birt ritgerðir um ísland í heimsstyrjöldinni síðari, unnar upp úr frumgögnum. Sólrún Jensdóttir skrifaði ritgerð til háskólaprófs í Englandi: „“Republic of Iceland” 1940—1944: Anglo-American Attimdes and Influences." Birtist hún í Journal for Contemporary History, Vol. 9, No. 4 1974, en hefur ekki komið á íslensku enn. Þór Whitehead hlaut mennmn sína í Háskóla Islands og framhaldsmennt- un í Bandaríkjunum og Englandi. Hann hefur skrifað nokkrar greinar um Island og utanríkismálin sem hafa vakið mikla athygli á innlendum vett- vangi, og hefur Þór notið þeirrar aðstöðu að fá aðgang að áður óbirmm skjölum í Bandaríkjunum, Bretlandi, Þýskalandi, Danmörku og utanríkis- ráðuneytinu hér heima. A þessu ári mun hann verja doktorsrit sitt um Is- land í síðari heimsstyrjöldinni. Fer sú vörn fram í Oxford. Er efnið sam- skipti Isiands og stórveldanna og leitast hann við að meta hlut Islands í barátmnni um Atlantshafið. Ætlunin er að gefa þetta rit einnig út á íslensku og þá aukið.1 Víkjum þá að upphafi þessara mála, herstöðvakröfum bandarikjamanna 1. okt. 1945. Þeir höfðu hundsað óskir Olafs Thors að fresta málinu þar til eftir kosningar 1946 og nú varð hann að kynna það ríkisstjórninni (nýsköp- unarstjórninni) og kallaði saman alþingi á lokaðan fund. Nefnd frá öllum flokkum alþingis var látin fjalla um herstöðvabeiðnina. Hún var skipuð þessum mönnum: forseta Islands, Sveini Björnssyni, ríkisstjórn Islands, Olafi Thors forsætis- og utanríkisráðherra, Aka Jakobssyni atvinnumálaráðherra, Brynjólfi Bjarnasyni menntamálaráðherra, Emil Jónssyni samgöngumálaráð- herra, Finni Jónssyni félags- og dómsmálaráðherra og Pétri Magnússyni fjár- málaráðherra. Þá voru í nefndinni þrir menn frá hverjum flokki: Kristinn E. Andrésson, Sigfús Sigurhjartarson og Þóroddur Guðmundsson frá Sósíalista- flokknum. Magnús Jónsson, Bjarni Benediktsson og Jóhann Þ. Jósefsson frá Sjálfstæðisflokknum. Stefán Jóhann Stefánsson, Haraldur Guðmundsson og Ásgeir Ásgeirsson frá Alþýðuflokknum. Og frá stjórnarandstöðunni, Fram- sóknarflokknum, Hermann Jónasson, Eysteinn Jónsson og Jörundur Brynj- ólfsson. Ekki skyldi skrifa fundagerðir, svo var leyndin mikil. Frá þessum samkomum hafa þó geymst frásagnir af gangi umræðnanna. Kristinn E. Andrésson skráði þær eftir hvern fund. Er það merk samtímaheim- ild. Þessar minnisgreinar eru á 13 blöðum í fjögurra blaða broti. Á 11 blöðum er skrifað báðum megin á blaðið. Hefur Kristinn geymt þessi blöð í umslagi og skrifað á það „Fundargerðir (herstöðvamálið 1945).“ Neðst til vinstri stendur: „Leyndarmál". Efst til hægri: „Kr. Andrésson Njálsg. 72“. Fundargerðirnar eru birtar hér stafréttar, að fengnu góðfúslegu leyfi Þóru Vigfúsdóttur. 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.