Tímarit Máls og menningar - 01.03.1977, Blaðsíða 81
Það kvað vera fallegt í Kína
nýjum uppeldisaðferðum. Nokkrum misserum síðar er þessi forseti Kína
fordæmdur um allar þorpagrundir sem höfðingi þeirra „sem velja leið
kapítalismans“. Lín Píaó herstjóri er fremstur í þeirri fordæmingarherferð,
skrifar formálann að sjálfu Rauða kverinu — nokkru síðar ferst hann á
flótta til höfuðfjendanna í Sovétríkjunum. Og nú síðast eru höfuðpaurar
menningarbyltingarinnar í haldi, bornir þungum sökum. Það er ekki nema
eðlilegt að menn taki sjálfsmynd kínverja á hverjum tíma með fyrirvara.
Spaugileg þróun hefur orðið hjá mörgum þeirra sem skrifa í borgaraleg
blöð. I Bandaríkjunum til dæmis var kínverski kommúnistaflokkurinn
lengst af kallaður útibú frá Moskvu, kínverjar þó sýnu verri djöflar en
rússar. En nú um hríð hefur þar og víðar orðið algengt rómantískt frukt
fyrir Kína. Það hófst með breyttri utanríkisstefnu, ferðinn Kissingers og
Nixons, og eru það reyndar fleiri ritstjórar en rússneskir eða kínverskir
sem leggja á sig skjótar kúvendingar. Þessi hrifning af Kína er að nokkru
leyti svipuð aðdáun á Stalín sem nokkuð bar á meðal frjálslyndra borgara
á fjórða áratugnum, nema hvað nú er hrifningin miklu meiri. Nú getur
smndum virst svo, meira að segja í Time og Newsweek, að flest þyki gott
sem Maó gjörði, eða a. m. k. stórmerkilegt. Líklega af því að í Kína er
allt öðru vísi en menn eiga að venjast. Sömu menn og fussa yfir því hve
fáir einkabílar séu í Moskvu, eru stórhrifnir af því að í Peking em engir
einkabílar. Þeir sem sárvorkenna sovésku kvenfólki ef það er á eftir alþjóð-
legri tísku em stórhrifnir af því að flestir eru í bláum stökkum í Peking.
Þessi rómantík er líklega tengd lífsleiða og þá áhuga á einhverju sem er
skrýtið, furðulegt, annarlegt. Moskva fær hins vegar á baukinn vegna þess
að hún er orðin of lík vestrænum borgum að yfirbragði.
III
En hvað sem líður mati sem smndað er úr nokkurri fjarlægð þá sýnist öðru
þýðingarmeira að komast sem næst hversdagsleika Kína, daglegu lífi. Eink-
um lífi sveitanna þar sem mikill meirihluti þjóðarinnar býr. Og spyrja í
leiðinni: Hvaða áhrif hafði menningarbyltingin fræga og hvað verður um
þau nýmæli sem henni fylgdu? Er að sönnu spurt um fleira en svarað
verði á mörgum bókum. En hér á eftir verður byggt á frásögnum þriggja
höfunda sem allir eru einkar vinsamlegir kínverskum samfélagstilraunum.
Til em nefndar China: The Revolution Continued (Byltingin heldur áfram)
67