Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1977, Blaðsíða 12

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1977, Blaðsíða 12
Tímarit Máls og rnenningar Með útgáfu á ódýrum bókum vildum við brjóta niður múrinn milli skálda og alþýðu og fá stóran lesendahóp, ekki í neinu samúðarskyni við almenning, heldur til að vekja hann af svefni, flytja honum nýjar skoðanir, nýjan skáldskap, kveikja hugsjónir í brjósti hans. Við ætl- uðum að gerbreyta þjóðfélaginu, ryðja braut nýjum hugmyndum, nýjum þjóðfélagsháttum og nýrri bókmenntastefnu, skapa víðari sjón- deildarhring, glæða frelsisþrá alþýðu, gera þjóðina frjálsa. Og við trúðum á mátt skáldskaparins og á mátt hugsjónarinnar, sem er hjart- sláttur hans. (TMM 1 1963, 5). Enda þótt margt hafi mjög vel tekist í starfi Máls og menningar hafa þessi fyrirheit ekki öll verið uppfyllt. Skáldin hafa mörg hver dreifst til annarra útgefenda enda þótt hugsjónir þeirra og félagsins færu saman. Les- endahópurinn hefur minnkað hlutfallslega, endurnýjun meðal félagsmanna hefur ekki orðið eins og vonir stóðu til. Við hefjum samt nýtt starfsár og nýjan árgang Tímaritsins í fullvissu þess að upphafleg markmið Máls og menningar séu enn í gildi þrátt fyrir breytta þjóðfélagshætti. Tímaritið verður áfram gefið út fjórum sinnum á ári, a. m. k. fyrst í stað. Eins og áður mun það birta skáldskap og fjalla á víðum grundvelli um bókmenntir og listir, þjóðfélags- og menningarmál. Við munum leitast við að helga ritið fremur en verið hefur um sinn málefnum líðandi stundar og gera það að vettvangi skoðanaskipta. Gamlir félagsmenn minnast sjálfsagt smttra pistla um sitthvað sem efst var á baugi hverju sinni og þeir rituðu einkum Halldór Laxness og Kristinn E. Andrésson. Slíka pistla er ætlunin að endurvekja, þeir verða ekki einokaðir af ritstjóra eða ritnefnd heldur er þessi vettvangur öllum opinn. Næstu missirin verður Tímaritið öðrum þræði helgað íslenskri sjálfstæðis- baráttu. Birting ýmissa leyndarskjala um herstöðvasamningana gefur tilefni til endurmats á allri þeirri nömrlegu sögu. Ennfremur verður barátta gegn innrás erlendra auðhringa og fyrir efnahagslegu sjálfsforræði mjög á dag- skrá í næstu hefmm. Tímaritið vill marka sér stefnu sem róttækt menningarrit en óháð flokka- pólitík. Við heimm á framsækna höfunda til samstarfs, framtíð ritsins er ekki síst undir því komin að þeir líti á það sem sjálfkjörinn vettvang sinn. Þ.H. 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.