Tímarit Máls og menningar - 01.03.1977, Blaðsíða 95
Nýliðinn Svejk
Svo var kápan prentuð án þess greiðsla kæmi, enda hafði ég ekki reiknað
með því. Eg var svo löngu búinn að gleyma þessu þegar allt í einu birtist
sendill frá Sauer þessum með nærbuxur og inniskó handa mér. Hann færir
mér þau skilaboð að húsbóndinn biðji kærlega að heilsa og sendi hérmeð
greiðsluna fyrir káputeikninguna, þessu hafi seinkað vegna gjaldþrots. En
Sauer þessi hafði rekið nærfataverslun einhvers konar."
Svo segir Lada.
Þannig hefur á ýmsu gengið meðan þessi mesta allra gamansagna á tuttug-
ustu öld var í smíðum. Höfundurinn drakk sig í hel áður en honum ynnist
tími til að ljúka sögunni, hafi verið til í hana einhver botn.
Til gamans má geta þess að í auglýsingapésum sem Hasek sjálfur útbjó
til að örva sölu þessarar gjaldþrotaútgáfu er því purkunarlaust logið upp að
sagan sé heimsfræg, þýdd á margar erlendar tungur.
Vonandi hefur Hasek ekki kunnað að skammast sín fyrir þetta fremur en
aðrar afurðir síns taumlausa og yfirraunsæja ímyndunarafls - enda er þetta
sannleikur á sinn hátt. Einungis með nokkurra ára forskoti.
Um það vitnar sagan af Góðadáta sem komið hefur út í tvígang á ís-
lensku og hvert mannsbarn þekkir.
Hér fáum við hins vegar að lesa sögurnar sem Hasek skrifaði af dáta sín-
um fyrir heimstyrjöldina og Lada minntist á.
Þessar fyrstu sögur af Góðadáta komu út undir nafninu „Nýliðinn Svejk"
árið 1911, sama árið og „Flokkur hægfara framsóknar innan laganna marka"
var stofnaður sællar minningar.
Meginmunurinn á frumsvejk þessum og síðara verkinu er sá að þetta er
einstaklingssaga, aðrar persónur eru varla nema daufir skuggar til uppfyll-
ingar, þar sem síðara verkið úir og grúir af sprelllifandi persónum. Lúkas
höfuðsmaður, herpresturinn ellegar Baloun veslingurinn eru engu óverulegri
mannlýsingar en sjálf aðalhetjan.
Þetta er vissulega munur og gerir „Nýliðann Svejk" öllu veigaminna verk.
Þó er hann hér fram borinn, ef það gæti orðið einhverjum hinna fjölmörgu
lesenda „Góðadátans" til gamans.
Þorgeir Þorgeirsson.
Svejk í herbúðum við ítölsku landamærin
Glaður og reifur kom Svejk til herþjónustunnar. Hann var staðráðinn
í því að láta sér líða vel í hernum og sannarlega munaði hann heldur ekki
um það að setja herbúðirnar eins og þær lögðu sig, einkum yfirmennina,
á annan endann. Kærleiksbrosið hvarf ekki af vörum hans. Stimamjúkur
var hann við alla jafnt, enda fastagestur í fangaklefanum.
5 TMM
81