Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1977, Blaðsíða 95

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1977, Blaðsíða 95
Nýliðinn Svejk Svo var kápan prentuð án þess greiðsla kæmi, enda hafði ég ekki reiknað með því. Eg var svo löngu búinn að gleyma þessu þegar allt í einu birtist sendill frá Sauer þessum með nærbuxur og inniskó handa mér. Hann færir mér þau skilaboð að húsbóndinn biðji kærlega að heilsa og sendi hérmeð greiðsluna fyrir káputeikninguna, þessu hafi seinkað vegna gjaldþrots. En Sauer þessi hafði rekið nærfataverslun einhvers konar." Svo segir Lada. Þannig hefur á ýmsu gengið meðan þessi mesta allra gamansagna á tuttug- ustu öld var í smíðum. Höfundurinn drakk sig í hel áður en honum ynnist tími til að ljúka sögunni, hafi verið til í hana einhver botn. Til gamans má geta þess að í auglýsingapésum sem Hasek sjálfur útbjó til að örva sölu þessarar gjaldþrotaútgáfu er því purkunarlaust logið upp að sagan sé heimsfræg, þýdd á margar erlendar tungur. Vonandi hefur Hasek ekki kunnað að skammast sín fyrir þetta fremur en aðrar afurðir síns taumlausa og yfirraunsæja ímyndunarafls - enda er þetta sannleikur á sinn hátt. Einungis með nokkurra ára forskoti. Um það vitnar sagan af Góðadáta sem komið hefur út í tvígang á ís- lensku og hvert mannsbarn þekkir. Hér fáum við hins vegar að lesa sögurnar sem Hasek skrifaði af dáta sín- um fyrir heimstyrjöldina og Lada minntist á. Þessar fyrstu sögur af Góðadáta komu út undir nafninu „Nýliðinn Svejk" árið 1911, sama árið og „Flokkur hægfara framsóknar innan laganna marka" var stofnaður sællar minningar. Meginmunurinn á frumsvejk þessum og síðara verkinu er sá að þetta er einstaklingssaga, aðrar persónur eru varla nema daufir skuggar til uppfyll- ingar, þar sem síðara verkið úir og grúir af sprelllifandi persónum. Lúkas höfuðsmaður, herpresturinn ellegar Baloun veslingurinn eru engu óverulegri mannlýsingar en sjálf aðalhetjan. Þetta er vissulega munur og gerir „Nýliðann Svejk" öllu veigaminna verk. Þó er hann hér fram borinn, ef það gæti orðið einhverjum hinna fjölmörgu lesenda „Góðadátans" til gamans. Þorgeir Þorgeirsson. Svejk í herbúðum við ítölsku landamærin Glaður og reifur kom Svejk til herþjónustunnar. Hann var staðráðinn í því að láta sér líða vel í hernum og sannarlega munaði hann heldur ekki um það að setja herbúðirnar eins og þær lögðu sig, einkum yfirmennina, á annan endann. Kærleiksbrosið hvarf ekki af vörum hans. Stimamjúkur var hann við alla jafnt, enda fastagestur í fangaklefanum. 5 TMM 81
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.