Tímarit Máls og menningar - 01.03.1977, Blaðsíða 88
Tímarit Máls og menningar
V
e) Maó sagði að aukin afköst væru í sjálfu sér enginn mælikvarði á
það hvort framleiðslustarf væri vel af hendi leyst, heldur sé það háð því
hvort framleiðslan hafi þróast eftir sósíalískum meginreglum (sbr. Wors-
ley 202). Það er reyndar margtekið fram í menningarbyltingarskrifum að
fyrst skuli spurt eftir réttri pólitískri breytni en síðan eftir afköstum, sér-
þekkingu o. þ. 1. Það hefur og verið höfuðmótbára hægrimanna sem svo
eru nefndir í Kína að með þessum áherslum sé farið inn á mjög hæpnar
brautir. Endalaus fundahöld, sífelldar rauðakversþulur sem svar við öllum
spurningum og fleira í þeim dúr er þá sagt trufla menn í starfi og námi,
koma í veg fyrir að vísindamenn geti unnið í friði og til gagns, eilífar
sendingar á ungu fólki til líkamlegrar vinnu út í sveitir lækki mjög þekk-
ingarstig. Borgaralegir og sovéskir gagnrýnendur hafa og haldið því mjög
á lofti að þessi forganga pólitískrar kröfugerðar hafi haft mjög truflandi
áhrif á framleiðsluna og á framfarir í vísindum og tækni.
Það munu fáir bera á móti því að meðan sviptingar voru sem mestar
í Kína á seinni hluta síðasta áratugs hafi framleiðslukerfið truflast veru-
lega. Menningarbyltingin í heild virðist hafa torveldað hagskýrslugerð —
m. a. getur Jan Myrdal þess að það hafi verið auðveldara fyrir sig að ná í
ýmsar tölur árið 1962 en 1969. En Peter Worsley vitnar í bandaríska sér-
fræðinga sem telja að hagvöxtur hafi verið 10—12% á ári 1963—66 og
18% frá 1970 til 1971.
En það væri rangt að gera lítið úr vafasömum fylgikvillum þess að
menn venjist á að snúa sér svo ekki við að þeir skoði ekki fyrst hvort þeir
geti heimfært það undir réttan marxisma eða maóisma andartaksins. Við
þær aðstæður er eins líklegt að marxismi verði að trúarbrögðum þeirra
hálfmennmðu en valdamiklu, þeirra sem hættast er til að telja að þeir viti
allt betur. Og þá getur orðið mjög erfitt að koma á framfæri einhverju
nýju, hvort sem væri í vísindum, tækni eða þá listum. Eg minni á Sovét-
ríkin um 1950 þegar menn, sem höfðu tekið heilar vísindagreinar að léni
í nafni rétts marxisma, lém þá skoðun sína gilda í landinu að nútíma
erfðafræði og stjórnfræði (kíbernetík) væm útskryppi borgaralegs afmr-
halds. Menn halda kannski að þarna hafi verið um smávægilega blindu
að ræða, en því fer fjarri. Yfirgangur Lysenkos og fleiri vísindastalínista
leiddi til alvarlegs tjóns fyrir sovéskan landbúnað og svo til þess að sovét-
74