Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1977, Síða 88

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1977, Síða 88
Tímarit Máls og menningar V e) Maó sagði að aukin afköst væru í sjálfu sér enginn mælikvarði á það hvort framleiðslustarf væri vel af hendi leyst, heldur sé það háð því hvort framleiðslan hafi þróast eftir sósíalískum meginreglum (sbr. Wors- ley 202). Það er reyndar margtekið fram í menningarbyltingarskrifum að fyrst skuli spurt eftir réttri pólitískri breytni en síðan eftir afköstum, sér- þekkingu o. þ. 1. Það hefur og verið höfuðmótbára hægrimanna sem svo eru nefndir í Kína að með þessum áherslum sé farið inn á mjög hæpnar brautir. Endalaus fundahöld, sífelldar rauðakversþulur sem svar við öllum spurningum og fleira í þeim dúr er þá sagt trufla menn í starfi og námi, koma í veg fyrir að vísindamenn geti unnið í friði og til gagns, eilífar sendingar á ungu fólki til líkamlegrar vinnu út í sveitir lækki mjög þekk- ingarstig. Borgaralegir og sovéskir gagnrýnendur hafa og haldið því mjög á lofti að þessi forganga pólitískrar kröfugerðar hafi haft mjög truflandi áhrif á framleiðsluna og á framfarir í vísindum og tækni. Það munu fáir bera á móti því að meðan sviptingar voru sem mestar í Kína á seinni hluta síðasta áratugs hafi framleiðslukerfið truflast veru- lega. Menningarbyltingin í heild virðist hafa torveldað hagskýrslugerð — m. a. getur Jan Myrdal þess að það hafi verið auðveldara fyrir sig að ná í ýmsar tölur árið 1962 en 1969. En Peter Worsley vitnar í bandaríska sér- fræðinga sem telja að hagvöxtur hafi verið 10—12% á ári 1963—66 og 18% frá 1970 til 1971. En það væri rangt að gera lítið úr vafasömum fylgikvillum þess að menn venjist á að snúa sér svo ekki við að þeir skoði ekki fyrst hvort þeir geti heimfært það undir réttan marxisma eða maóisma andartaksins. Við þær aðstæður er eins líklegt að marxismi verði að trúarbrögðum þeirra hálfmennmðu en valdamiklu, þeirra sem hættast er til að telja að þeir viti allt betur. Og þá getur orðið mjög erfitt að koma á framfæri einhverju nýju, hvort sem væri í vísindum, tækni eða þá listum. Eg minni á Sovét- ríkin um 1950 þegar menn, sem höfðu tekið heilar vísindagreinar að léni í nafni rétts marxisma, lém þá skoðun sína gilda í landinu að nútíma erfðafræði og stjórnfræði (kíbernetík) væm útskryppi borgaralegs afmr- halds. Menn halda kannski að þarna hafi verið um smávægilega blindu að ræða, en því fer fjarri. Yfirgangur Lysenkos og fleiri vísindastalínista leiddi til alvarlegs tjóns fyrir sovéskan landbúnað og svo til þess að sovét- 74
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.