Tímarit Máls og menningar - 01.03.1977, Blaðsíða 111
Nýliðinn Svejk
antinn þurftum aldrei á því að halda því við höfum alltaf hrapað sjálf-
krafa.“
Hæðarmælirinn sýndi nú 1860 metra. Majórinn greip krampataki í það
sem hendi var næst og argaði á rúmensku: „Diu, diu“ en Svejk góðidáti
stýrði vélinni styrkri hendi yfir Alpafjöllin og söng við raust.
Nú fór majórinn að biðja fyrir sér upphátt á rúmensku milli þess sem
hann krossbölvaði en Svejk lét bjarta rödd sína hljóma í frosttæru loftinu.
Fyrir neðan þá brá fyrir leiftrum eins og undan þrumuveðri.
Majórinn glápti beint fram og spurði rámur:
„Hvenær tekur þetta svo enda?“
„Areiðanlega einhvern tíma,“ sagði Svejk góðidáti skælbrosandi, „hing-
aðtil höfum við lautínantinn yfirleitt hrapað á endanum.“
Þeir voru nú yfir Sviss og stefndu í suður.
„Tilkynni í undirgefni, svolitla þolinmæði bara,“ meldaði nú Svejk góði-
dáti, „þegar bensínið er búið hljótum við að hrapa.“
„Hvar erum við?“
„Tilkynni í undirgefni, yfir hafi, endalaust haf niðurundan, líkasttil hröp-
um við í sjóinn.“
Það leið yfir Gregorescu majór. Firnmikil ýstran þrengdi sér á milli
bitanna svo eiginlega hékk hann í vélargrindinni. Svejk góðidáti söng enn
í 1000 metra hæð yfir endalausu Miðjarðarhafinu.
Frískandi sjávarloftið vakti majórinn upp úr öngvitinu. Þegar hann sá
endalaust hafið niðurundan fór hann allur að skjálfa og nötra:
„Diu, diu.“
Svo leið hann aftur útaf. Afram flugu þeir alla nóttina í sömu átt. Loks-
ins ýtti Svejk góðidáti við majórnum og hrópaði:
„Tilkynni í undirgefni, nú erum við smám saman að hrapa.“
Bensínlaus tvíþekjan sveif nú dauðaþögul og hafnaði loksins í pálma-
lundi nálægt Trípólis í Afríku.
Þegar Svejk studdi nötrandi majórinn út úr flugvélarbrakinu sagði hann:
„Tilkynni í undirgefni, allt fór þetta vel.“
Um framhaldið er ekki gott að skrifa, herstjórnin mundi efalaust
bera það allt til baka því staðfesting á því að ausmrrísk flugvél hafi hrapað
í námunda við Trípólis í Afríku gæti auðveldlega leitt til stóraukinnar
þenslu í alþjóðamálum.
Þorgeir Þorgeirsson þýddi.
7 TMM
97