Tímarit Máls og menningar - 01.03.1977, Blaðsíða 117
Þýðing þessa verður (bls. 26):
Over de svunna solskenslanden
bárs falkens jaktskri
och svarta vargar morrar dovt
i mörka snár.
Algerlega án tillits til hrynjandi, verður
hér á gerbreyting, sem ekki virðist stafa
af neinu nema fljótfærni. Þótt þýðanda
yrði fótaskortur á orðinu vargar (í
sænsku merkir varg úlfur og ekki ann-
að), þá er hart að sögnin krunka skyldi
ekki leiðrétta hann — nú eða þá gor.
Þar að auki verður það harla nýstárleg
náttúrufræði að gera ráð fyrir úlfum í
íslensku vetrarríki — og það meira að
segja svörtum úlfum!
I kvæðinu Turnmerki (Að lauff.) er
fjallað um kirkjubyggingu og segir þar
m. a.:
Alma
um álmu þvera
rís úr mold jarðar
undir slokknuðum himni.
Hjá Inge Knutsson (bls. 33):
En gren
lagd över en gren
reser sig ur jordens mull
under en slocknad himmel.
Þótt hugsanlegt væri eftir sérstakar skýr-
ingar að kalla álmu húss gren á sænsku,
þá verður það ekki skilið í þessu sam-
hengi, og fjarstæðan eða þverstæðan
milli sagnorðanna lagd og reser gerir
myndina öldungis ónýta. Þetta er því
sárara sem Torntecken er annars með
bestu þýðingum í bókinni.
í kvæðinu Dans við brunninn (Að
lauff.) notar OJS tvívegis lýsingarorðið
dulur (dulan brunninn, dulu sjáaldri).
Umsagnir um bœkur
í bæði skiptin tekur Knutsson það fyrir
lýsingarháttinn dulinn (den dolda
brunnen, den dolda ögonstenen). Þetta
spillir annars góðri þýðingu þess kvæðis.
A stundum virðist þýðanda ekki ljóst
hvað á saman. í kvæðinu Önnur ncetur-
vísa (Að lauff.) talar skáldið um að „þú“
skynjar líf blómanna, „heyrir þann nið,
sem nærir þau eins og moldin“. — Þetta
verður býsna skrýtin setning hjá Knuts-
son: „hör det sorl, som nár sávál dem
som mullen“ (bls. 28), þ. e. a. s. .heyrir
þann nið sem nærir þau eins og mold-
ina‘ — og enn er mér ráðgáta hvernig
náttúrufræðin er hugsuð.
Kvæðið Firring (Að brunnum) fær
hjá Knutsson heitið Missrakning (bls.
61). Getur verið að hann hafi aðeins
fundið orðið firra í orðabók?
Svipað hefur þá orðið uppi á ten-
ingnum í smákvæðinu Dögun við Sog
(Að brunnum), þar sem ræðir um vatn-
ið sem fer bugðóttan veg „milli ása og
hjalla", en í þýðingu (bls. 66) „mellan
ásar och skjul", en þetta síðara orð get-
ur einmitt merkt hjallur ekki hjalli!
Enn hefur orðabókin brugðist illilega
í heiti ljóðsins Hellar (Að brunnum),
þar sem í þýðingu stendur Hállar (bls.
82), sem merkir hellur. Þetta hefur svo
sín áhrif á allt kvæðið, því þýðandi
virðist ekki skilja hugmyndina um hell-
ismunnana sbr. síðusm ljóðlínurnar:
og gengur að nýju á hólm
við galdur og kynngi starandi augna
í hömrum!
I þýðingunni:
och ányo utmanar till tvekamp
stirrande ögons trolldom och sejd
bland klippor.
í kvæðinu Mannlýsing (Að brunn-
103