Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1977, Side 117

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1977, Side 117
Þýðing þessa verður (bls. 26): Over de svunna solskenslanden bárs falkens jaktskri och svarta vargar morrar dovt i mörka snár. Algerlega án tillits til hrynjandi, verður hér á gerbreyting, sem ekki virðist stafa af neinu nema fljótfærni. Þótt þýðanda yrði fótaskortur á orðinu vargar (í sænsku merkir varg úlfur og ekki ann- að), þá er hart að sögnin krunka skyldi ekki leiðrétta hann — nú eða þá gor. Þar að auki verður það harla nýstárleg náttúrufræði að gera ráð fyrir úlfum í íslensku vetrarríki — og það meira að segja svörtum úlfum! I kvæðinu Turnmerki (Að lauff.) er fjallað um kirkjubyggingu og segir þar m. a.: Alma um álmu þvera rís úr mold jarðar undir slokknuðum himni. Hjá Inge Knutsson (bls. 33): En gren lagd över en gren reser sig ur jordens mull under en slocknad himmel. Þótt hugsanlegt væri eftir sérstakar skýr- ingar að kalla álmu húss gren á sænsku, þá verður það ekki skilið í þessu sam- hengi, og fjarstæðan eða þverstæðan milli sagnorðanna lagd og reser gerir myndina öldungis ónýta. Þetta er því sárara sem Torntecken er annars með bestu þýðingum í bókinni. í kvæðinu Dans við brunninn (Að lauff.) notar OJS tvívegis lýsingarorðið dulur (dulan brunninn, dulu sjáaldri). Umsagnir um bœkur í bæði skiptin tekur Knutsson það fyrir lýsingarháttinn dulinn (den dolda brunnen, den dolda ögonstenen). Þetta spillir annars góðri þýðingu þess kvæðis. A stundum virðist þýðanda ekki ljóst hvað á saman. í kvæðinu Önnur ncetur- vísa (Að lauff.) talar skáldið um að „þú“ skynjar líf blómanna, „heyrir þann nið, sem nærir þau eins og moldin“. — Þetta verður býsna skrýtin setning hjá Knuts- son: „hör det sorl, som nár sávál dem som mullen“ (bls. 28), þ. e. a. s. .heyrir þann nið sem nærir þau eins og mold- ina‘ — og enn er mér ráðgáta hvernig náttúrufræðin er hugsuð. Kvæðið Firring (Að brunnum) fær hjá Knutsson heitið Missrakning (bls. 61). Getur verið að hann hafi aðeins fundið orðið firra í orðabók? Svipað hefur þá orðið uppi á ten- ingnum í smákvæðinu Dögun við Sog (Að brunnum), þar sem ræðir um vatn- ið sem fer bugðóttan veg „milli ása og hjalla", en í þýðingu (bls. 66) „mellan ásar och skjul", en þetta síðara orð get- ur einmitt merkt hjallur ekki hjalli! Enn hefur orðabókin brugðist illilega í heiti ljóðsins Hellar (Að brunnum), þar sem í þýðingu stendur Hállar (bls. 82), sem merkir hellur. Þetta hefur svo sín áhrif á allt kvæðið, því þýðandi virðist ekki skilja hugmyndina um hell- ismunnana sbr. síðusm ljóðlínurnar: og gengur að nýju á hólm við galdur og kynngi starandi augna í hömrum! I þýðingunni: och ányo utmanar till tvekamp stirrande ögons trolldom och sejd bland klippor. í kvæðinu Mannlýsing (Að brunn- 103
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.