Tímarit Máls og menningar - 01.03.1977, Blaðsíða 70
Magnús Tómasson
Myndlistarþankar
„Ja, þetta eru nú erfiðir tímar,“ segja þeir gjarnan sem á sjóðunum sitja
þegar beðið er um aura til menningarstarfsemi, og manni skilst að menn-
ingin sé eins og hver annar hreppsómagi á þjóðinni.
Mér verður oft hugsað til orða Marcels Duchamp, þess heimskunna
myndlistarmanns og dadaista: „Ég sé fyrir mér framtíðarþjóðfélag þar sem
þegnarnir anda í gegnum gjaldmæli; ef vanskil verða skal lokað fyrir
loftið.“
Þetta kann að þykja nokkuð hastarlegt, en er nema stigsmunur á þessu
og því ástandi sem hér ríkir, þar sem lokað er fyrir rafmagn, hita og síma,
og það í heimskautalandi? Ef hægt væri að koma við fyrst talda atriðinu
ásamt með hinum síðari, þá hefði prúðum og reglusömum embættis- og
skrifstofumönnum áskotnast verðmætt stjórntæki til tyftunar þeim óskil-
vísa landsins lýð.
En hvað á þá að gera við ríkisvaldið eða fulltrúa þess þegar gjald þrýmr
fyrir veitta þjónusm? Allt frá því að eyjarskeggjar ákváðu að gerast full-
veðja þjóð hafa verið haldnar listsýningar heima og erlendis af mismun-
andi hátíðlegum tilefnum. Fjálgar ræður haldnar um háleit efni, svo sem
göfgi listarinnar, nauðsyn fegurðarinnar og ágæti ýmissa fulltrúa hennar.
Síðan er þjóðinni allri gjarnan blandað í þetta, hversu vel hún standi sig
miðað við höfðatölu, Island menningarþjóðin, Island sögueyjan, Island, þar
sem alþýðumenning er á hástigi og verkamaðurinn eða bóndinn sest niður
eftir 16 smnda vinnudag og skrifar bókmenntaverk.
Það er hreint ekki lítið sem maður má vera stoltur af, enda gera svona
ræður manni gott. Augnaráðið auðmjúka lyftist hægt upp á við, síðan rétt-
ist úr hnjáliðunum, herðakistillinn minnkar og að lokum stendur stolmr
sonur íslensku þjóðarinnar, homo erecms Islandensis, og svellur móður
undir niðurlagi ræðunnar um málarann unga sem drapst úr skít og ófeiti,
með tilvitnunum í skáldið berklaveika sem því miður dó fyrir aldur fram
af óreglu, heilsuleysi og aumingjaskap.
56