Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1977, Síða 116

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1977, Síða 116
Tímarit Máls og menningar þrír bragliðir (ýmist tví- eða þríkvæðir), lokabragliður ávallt réttur tvíliður nema í 4. og 8. braglínu, þá ávallt stýfður. Þannig er öllum sex erindum kvæðisins farið. Hvað sem segja má um gildi tví- eða þríliða, fer ekki hjá því að loka- bragliðirnir verða hér mótandi. Þýðandi leiðir þetta sérkenni hjá sér, og svo er því miður um allan þorra kvæðanna, nema þegar ríminu er skipað ofar öllu, sem líka hendir. Getur þá orðið úr býsna kátlegt hnoð, eins og þessi vísa (bls. 59): Vi var en gáng pá grönan kvist, dá trád ánnu kunde váxa. Inget ár lángre sannt och visst, alla ár vi nu perplexa. Þetta minnir ónotalega á eldfastan ís- lenskan leir — miklu fremur en þessa tvíræðu vísu: Vér undum fyrr á grænni grein í grónum efnisheimi. En engin lína er nú bein og allt vort ráð á sveimi. (Ur ræðu aldurhnigins stórborgarbúa 1972.) I átökunum við formið gerist þannig hvort tveggja að þýðandinn skýmr yfir markið með því að elta rímfléttuna um of — og að hann sviptir mörg kvæði miklu af yndisleik sínum með því að setja undir þau snúna bragfætur. Allt verður þá haltrandi og skakkt. Sem dæmi má nefna Næturljóð í minningu skálds (Nattdikt till minne av en skald, bls. 56) og Á brúnni (Pá bron, bls. 53). En sé nú horfið frá þessum formlegu aðfinnslum að hinu, sem snertir merk- ingu mngunnar, þá verður enn bemr ljóst hvert flýtisverk hér hefur verið unnið. I fyrri þýðingum Knutssons hafði eins og áður segir lengi mátt leita að röngum þýðingum. Nú hefur enginn tími unnist til að leita ábendinga góðra manna. Og árangurinn læmr ekki á sér standa. Hér skulu ekki eltar ólar við ýmislegan blæmun í merkingu, aðeins bent á fáeinar beinar og á stundum hremmilegar rangþýðingar. I bókinni Að laufferjum má lesa eftir- farandi smáljóð undir titlinum Haust- vtsa: Leiðum vér sjónum log á tindum, svif kvöldblysa yfir kyrrum lindum, hlusmm á þögn í þrastarunnum, — vænmm einskis að eldum bmnnum. Síðusm fjögur vísuorðin hljóða svo í þýðingu (bls. 20): lyssnar till tystnad i trastarnas reden — vántar oss intet av den bránda veden. Freistandi væri að skella skuldinni á rímnauð, en sannast sagna verður ekki séð að þýðanda sé ljóst samhengi erind- isins. Hann heldur greinilega að eldarnir sem rætt er um brenni á bálkesti eða arni, og raunar verður vandséð hvernig nokkur leið væri að vænta nokkurs af brenndum viði! I kvæðinu Hörkur (Að lauff.) má lesa þessar línur: Um sólskinslöndin horfnu berst valsins veiðigól og vargar svartir kmnka dátt í gori. 102
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.