Tímarit Máls og menningar - 01.03.1977, Blaðsíða 85
Það kvað vera fallegt í Kína
Allir þeir gestir, sem hér er til vitnað, láta þess getið að þeir verði fyrir
hollum áhrifum af áhuga, samhjálp og virku jafnrétti í kommúnum og
verksmiðjum.
IV
Nú er rétt að skoða þær spurningar sem þessar jákvæðu lýsingar geta upp
vakið.
a) Hve deemigerð eru þau þorp, þœr kommúnur, sem lýst er? Við vit-
um að Tætsjí, sem Göran Lejonhufvud lýsir, er fyrirmyndarþorp, stór
þing eru haldin í Kína um efnið „Við skulum læra af Tætsjí“. Jan Myrdal
telur að þorpið Líu Ling sé í fátækara lagi en líklega er það samt sem
áður til fyrirmyndar í félagslegu tilliti. Við getum því gert ráð fyrir því
að erfiðleikar og andstæður séu meiri þegar á heildina er litið en lýsingar
gestanna gætu bent til. Hve mikill sá munur er veit enginn. En fyrirvarar
um jákvæð dæmi og heildarmynd koma að sjálfsögðu ekki í veg fyrir þá
niðurstöðu að í landinu hafi í raun réttri gerst afar merkilegir hlutir.
b) Er ekki margt af því sem gerist blátt áfram í anda heilbrigðrar skyn-
semi sem kommúnistar hafa engan einkarétt á? Til dæmis það að bústjórar
og verkstjórar skjóti á fundum með verkafólki sínu um áburðaröflun og
uppskeruvinnu. Jú, vissulega er þarna um að ræða „manneskjulegt sam-
band“ sem skynugur sjálfseignarbóndi á Vesturlöndum gemr vel leyft sér
að iðka. En það sem jákvæðast er við reynslu kínverja er það að með henni
viðurkenna þeir að samskipti yfirmanna og undirmanna í framleiðslustarfi
séu vandamál sem leysast ekki í eitt skipti fyrir öll með byltingu heldur
komi þau upp með nýjum hætti og verði að hljóta alvarlega meðferð.
Ekki megi vísa þeim á bug með lýðskrumstilvísun til þess að nú sé kom-
inn sósíalismi í byggðir og þar með allur vandi úr sögunni.
c) Hve raunverulegur er jöfnuðurinn, til dæmis í lífskjörum? Tekju-
munur getur bersýnilega verið talsverður. Peter Worsley telur að í lang-
flestum tilvikum sé munur hæstu og lægsm launa í borgum 1:4, en ef
lærlingar eru ekki taldir með þá í hlutfallinu 1:3. Hann tekur dæmi af
raftækjaverksmiðju þar sem verkamenn fá frá 42 til 123 júan á mánuði
og skiptast í átta launaflokka. Lærlingar fá minna. Hann kann sjaldgæf
dæmi af tekjuhlutfallinu tíu á móti einum. Eg held að þessi hlutföll öll
séu næsta svipuð því sem gengur og gerist í Sovétríkjunum sem hafa þó
71