Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1977, Side 115

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1977, Side 115
uttryckssátt, det betyder endast att han ár klassisk och ansluter sig till en lev- ande och livskraftig tradition." (Bls. 121.) — Síðari hluta þessarar tilvitn- unar verður vissulega ekki mótmælt, en ekki verða orð þýðanda framan af skilin öðru vísi en svo að hann telji OJS að- eins stöku sinnum bregða fyrir sig bundnu formi. Með lúsarleit þykist und- irritaður hafa fundið svo sem þrjú kvæði (Bæn, Ræða hinna biðlunduðu og Turn- merki) í fyrri bókinni, þar sem ljóð- stöfum er ekki beitt. Oll hafa þessi þrjú kvæði þó háttbundna hrynjandi. I síð- ari bókinni (Að brunnum) verður ekkert dæmi fundið um það sem kalla mætti „fri vers". — Vissulega eru ekki öll kvæðanna rímuð, en eins og sjá má nær- fellt öll studd ljóðstöfum (eftir hefð- bundnum forskrifmm) og öll gædd fastri hrynjandi. Nú er engin ástæða fyrir erlendan þýðanda að gera þessu þrennu jafn hátt undir höfði, ljóðstöfum, rími og hrynj- andi. Hins vegar hlýtur að mega gera þá kröfu til hans að hann skilji mun formlegs „tradisjónalisma" og „módern- isma", — og að hann dragi af því þá náttúrlegu ályktun að hefðbundin ljóð verði að þýða með hefðbundnum hætti. A sama hátt verður hann að gera sér grein fyrir að Ijóðstafir eru sérkenni ís- lenskrar ljóðlistar og geta verið jafn sjálfsagður og eðlilegur hluti bragforms- ins hér og þeir verða kátleg ofskreyting, sé reynt að troða þeim inn í skandinav- ískan brag. Þeim er því sjálfhafnað í þýðingum og þarfnast engrar afsökunar. Þetta gerir Inge Knutsson, og það þótt gæti hjá honum kynlegs misskilnings, þegar hann segir að „alliterationen ... ár ailestádes nárvarande i islándsk lyrik, áven den modernistiska" (121). — Um rím gegnir öðru máli. í sænskri ljóðlist Umsagnir um beekur virðist það að vísu núorðið helst eiga hlutverki að gegna í danskvæðum eða „vísum“, en lengi vel átm þó íslenskur og sænskur bragur fulla samleið í notk- un þess. Þar er því að finna næga hefð fyrir rímuðum kvæðum. Aftur á móti hefur öllum þýðendum bundins máls reynst erfitt og smndum frágangssök að fylgja flóknum rímflétmm höfunda, og fyrir því eru næg fordæmi að þar megi víkja út af. — Enn verður svo nýtt uppi, þegar að hrynjandinni kemur. Þar átm sænsk ljóð — og eiga enn samleið með íslenskum, og hverjum sænskum þýð- anda hlýmr að vera skylt að reyna að fylgja frumtexta sínum í því efni. Eink- anlega hlýmr sú krafa að eiga rétt á sér þegar um sérkennilega eða mjög fast- mótaða hrynjandi er að ræða. Hér skal nefnt dæmi úr kvæðinu Gestur (Að bunnum): Haustdag, hljóðan og bleikan, horfði ég þangað drengur: fölnaður gróður, fuglar flestir á brott úr sveit; sinan bar svip af hélu, af sóllausum himni vatnið; allt virtist rótt, unz undrun og ótti spennmst um brjóst. Þetta þýðir Inge Knutsson svo (bls. 79): En höstdag, en stillsam och blek, ság jag som pojke ditát: vissna váxter, de flesta fáglar pá vág bort frán trakten; grásset bar spár av frosten, av en sollös himmel vattnet; allt tyxktes lugnt, tills undran och fasa grep mig om bröstet. Megineinkenni bragarins liggja hér í augum uppi í frumtexta: Hver braglína 101
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.