Tímarit Máls og menningar - 01.03.1977, Blaðsíða 34
Tímarit Máls og menningar
um leikrit, en skortir alla dýpt. Samjöfnuður þess við harmleik Shake-
speares er eins og sönglagið við An die Freude eftir Schiller, spilað með
einum fingri, í samjöfnuði við níundu simfóníu Beethovens. Reyndar gerði
slíkur samanburður hinu gamla leikverki helzttil mikla sæmd; því þar
vottar einungis fyrir laglínu.
Trúað gæti ég því, að Shakespeare hafi að jafnaði verið árrisull til starfa.
Það hlaut að leiða af skiptingu dagsins á þeirri tíð. En naumast hefur það
verið í ljósa morgunmund, varla um hábjartan dag, að hann gat Lé kon-
ung. Nei, efalaust á nóttu, þegar skelfilegt óveður var skollið á, einni
þeirri nótt, þegar sá, sem situr við skrifborð í stofu sinni, hugsar til þeirra
vesalinga, sem eiga sér hvergi húsaskjól í neyð sinni, en eru á ferli í þessu
myrkri, þessum skelfilega stormi, þessu lemjandi regni, þegar rokið hvín
við upsirnar og veinar niður um reykháfinn, eins og öll veraldar ógæfa
kjökri af angist.
Því að í Ló konungi, og aðeins þar, verður þess vart, að það sem á vor-
um dögum er hvumleiðu heiti nefnt þjóðfélagsvandamál, með öðrum orð-
um eymd þeirra sem við hörmulegust kjör búa, hefur vakað í vimnd
Shakespeares. A slíkri nóttu hefur hann sagt með Lé sínum (III, 4):
Vesalingar naktir, hvar sem eruð helzt,
og þolið hryðjur þessa grimma storms,
hve fáið þið, án húsaskjóls, við hungur,
í opnum, sundur tættum tötrum, varizt
veðrum sem þessu?
Og hann læmr konung sinn halda áfram:
Það er mér í hug
of sjaldan. Láttu læknast, hégómi;
reyndu’ á þér sjálfum það sem úrhrök þola.
Á slíkri nótm var Lér konungur getinn. Shakespeare hefur heyrt við
skrifborð sitt raddir konungsins, fíflsins, Játgeirs og jarlsins í Kent óma til
skiptis uppi á heiðinni og grípa hverja inn í aðra á kontrapunkti eins og
í tónstefju. Og hinn stórbrotni heildarsvipur verksins krafðist þess, að hann
ritaði langa kafla, sem hann hafði í sjálfu sér litla ánægju af að semja,
24