Tímarit Máls og menningar - 01.03.1977, Blaðsíða 79
Það kvað vera fallegt í Kína
hvort kínverska byltingin og það samfélag, sem af henni vex, sé glæst
fyrirmynd öðrum, eða þá hvort reynsla hennar hafi fyrst og fremst stað-
bundið gildi. Enn má að því spyrja hvort þessi bylting sýni í nokkrum
greinum víti til varnaðar.
Þegar á heildina er litið nýtur kínverska byltingin góðs orðstírs. Lang-
samlega flestir sameinast um að lofa kínverska kommúnista fyrir eftirtalin
afrek:
Hungurvofan var á brott rektn. Um 1960 bárust fregnir af matvæla-
skorti í kjölfar ringulreiðar sem tilraunastarf „stóra stökksins“ var sögð
hafa valdið. En síðan hefur ástandið batnað, framboð á matvælum er sagt
gott, kínverjar hafa ekki þurft að ganga með betlistaf fyrir dyr ríkari þjóða.
Þar með hefur kínversk bylting sýnt yfirburði yfir t. d. fálmkennda við-
leitni indverja. Því er einnig fram haldið að kínverskur kommúnubúskapur
hafi leyst stærri vanda en sovéskur samyrkjubúskapur og á skemmri tíma.
HraÖar efnahagslegar framfarir sem koma fram í skjótri iðnvæðingu,
jarðabótum, áveituframkvæmdum o. fl. Þetta hefur verið gert með því að
útrýma því meira eða minna dulbúna atvinnuleysi í sveitum sem hefur
staðið mörgum löndum þriðja heims fyrir þrifum. Þar er mikill fjöldi
manna verkefnalítill nema á uppskerutímum og mikið um flótta í eymdar-
hverfi stórborganna og annars konar atvinnuleysi. Við þessum vanda fundu
kínverjar svar þar sem voru kommúnur, með þeim tekst að virkja landslýð
allan við þann hluta iðnaðarframleiðslu sem fluttur er til sveitanna sjálfra.
Fólkið sjálft kemur í stað þeirrar erlendu fjárfestingar sem margar þró-
unarþjóðir reyna að verða sér úti um — og fá einatt með mjög hæpnum
kjörum. Við þennan lið má svo bæta almennri menningarbyltingu (árang-
ursríkum herferðum gegn ólæsi og vondu heilsufari).
Þessar framfarir tryggja ekki aðeins bætt kjör heldur og sjálfstraust og
virðingu í heiminum þeim mun frekar sem kínverjar hafa að langmestu
leyti byggt á eigin afli. Þeir fengu sovéska tækniaðstoð á sjötta áratugnum
sem var þýðingarmikil, en þeir urðu líka fyrir miklum erfiðleikum þegar
þeirri aðstoð var skyndilega hætt og sérfræðingarnir kallaðir heim. Og
Bandaríkin gerðu um árabil sitt til að auka erfiðleika Alþýðulýðveldisins
með því að reyna að eyðileggja möguleika þess til viðskipta.
Allt þetta hefur tryggt kínversku byltingunni góðan orðstír í mörgum
herbúðum — nema hvað sovésk málgögn hafa ekkert jákvætt getað séð í
Kína eftir 1960. Ahrif hins kínverska fordæmis hafa að sjálfsögðu orðið
mest í þriðja heiminum og styrkt þar aðdráttarafl sósíalískra lausna.
5 TMM
65