Tímarit Máls og menningar - 01.03.1977, Blaðsíða 103
Nýliðinn Svejk
Nokkru síðar kom séra Augustin Kleinschrott að heimsækja Svejk góða-
dáta í fangelsið.
„Svejk, drullupeli, réttast væri að setja þig í allsherjaryfirhalningu svo
maður fengi loksins frið.“
Svejk góðidáti leit þá hunddyggum augum upp á herprestinn og sagði:
„Tilkynni í undirgefni, ég mun þjóna hans tign, keisaranum, alveg til
seinasta andvarps."
Allsherjaryfirhalning Svejks góðadáta
í öllum herjum eru drulludelar sem frekar vilja hengilmænast í borg-
araklæðum en þjóna hernum. Svoleiðis undanbragðarefir eru til að mynda
að kvarta um hjartabilun þótt krufningin svo leiði í ljós að það var ekkert
að þeim nema venjuleg botnlangabólga. Slíkar og þvílíkar aðferðir nota
þeir til að losna við herþjónustuna. En vei þeim! Enn eru gerðar allsherjar-
yfirhalningar — og þá mega þeir sveia sér upp á að verða skoðaðir. Setjum
svo að einhver deli sé að kveina út af plattfæti. Herlæknirinn skrifar óðara
uppá laxerolíu og stólpípu handa honum og plattfótarsjúklingurinn er
orðinn frár eins og hind. Morguninn eftir er hann svo settur inn.
Onnur hengilmænan þykist máske vera með magakrabba. Hann er þá
bara lagður á skurðborðið og svo er sagt stundarhátt: „Opna kviðarholið
á honum ósvæfðum!“ Og varla er búið að orða þetta fyrr en magakrabb-
inn er á bak og burt eins og fyrir kraftaverk og sá nýlæknaði kominn á bak
við lás og slá.
Allsherjaryfirhalningin er mikill velgerningur fyrir herinn allan. Vofði
hún ekki yfir þá væru hermennirnir sílasnir og slappir og loftuðu varla bak-
pokunum sínum.
A lærðu máli heitir allsherjaryfirhalningin superarbitrering, það er kom-
ið úr latínu: Super = ofur, arbitrare = að skoða, athuga. Superarbitrering
er þannig ofurskoðun.
Þetta hefur yfirlæknir einn í hernum orðað svo fagurlega: „Þegar ég er
að skoða þessi slytti finnst mér ég ekki vera að superarbitrare — ofurskoða,
heldur superdubitare — ofurrengja, efast, því vissulega eru þessi slytti und-
antekningarlaust fílhtaustir. Ut frá þessu geng ég. Eg skrifa aldrei resept
á annað en kínín og matarkúra. Aður en þrír dagar eru liðnir grátbæna
89