Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1977, Blaðsíða 19

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1977, Blaðsíða 19
Minnisblöð um leynifunilí að vera langan tíma, eða kanske aðeins 2—3 ár, o. s. frv. Honum virtist mikið í mun að koma þeirri skoðun að, að Bretar mundu styðja Bandaríkin í þessu máli, og vildi gera ráð fyrir svari þeirra á þá leið, ef spurt væri eftir því. A slíkri skoðun byggði hann andstöðu sína gegn því, að spurzt væri beint fyrir hjá Bretum, og áleit það gera aðstöðu okkar til að svara neitandi erfiðari. Ennfremur skýrði Ól. Tbors frá því, að hann hefði farið fram á það við sendiherrann, að birt yrði opinber tilkynning um málið, og hafði ríkis- stjórnin samið slíka tilkynningu, en beðið var eftir samþykki Bandaríkja- stjórnar. Umrœður ftmdarmanna snerust nærri eingöngu um till. Olafs að senda skriflega fyrirspurn til sendiherra Bandaríkjanna. Hermann Jónasson, Ey- steinn Jónsson og Haraldur Guðmundsson bentu allir á, að hér gæti verið um skref að ræða, sem gæfi tilefni til að álíta umræður hafnar, og þetta gæti haft þær afleiðingar, að Bandaríkin sendu mann eða nefnd manna hingað til viðræðna við ríkisstjórnina, en þar með væri þeim gefin átylla til að halda, að Islendingar vildu ræða málið. Lagði Hermann sérstaklega áherzlu á það, að hann teldi rétta sporið að snúa sér til4 Breta og5 Norður- landa og fá að vita afstöðu þessara landa. Ól. Thors ítrekaði, að fyrst yrðu menn að vita eitthvað frekar um, hvað fyrir Bandaríkjunum vekti, áður en menn færu í liðsbón til annarra ríkja. Pétur Magnússon taldi, að þótt allir hér væru sammála um að svara neitandi, þá hlyti samt sem áður að vera talað nánar við Bandaríkin. Asgeir Asgeirsson taldi, að auðsætt væri að menn vildu hvorki segja já eða nei, og þá yrði auðvitað að tala við Bandaríkin nánar. Mælti með því, að svo yrði gert. Magnús Jónsson taldi enga hættu á því, að fyrirspurnin væri send. Það hlyti að vera auðvelt að ákveða, hvenær umræður byrjuðu um samninga, en það væri þegar Alþingi hefði sett nefnd til samningaumleitana. Studdi hann till. forsætisráðh. og taldi enga hætm samfara henni. Sigfús Sigurbjartarson lýsti því yfir, að það sem sósíalistar vildu fá fram, væri neitandi svar, þeir vildu að svarið yrði nei, en kurteist nei. Lét hann í Ijós efasemdir um, að rétt væri að gera fyrirspurnina til sendiherra Banda- ríkjanna, en tók undir þær till., sem komið höfðu fram um að Ieita eftir afstöðu Breta, og Norðurlandanna og einnig Rússa. Ól. Thors lagði mikla áherzlu á, að fyrirspurnin væri send, og hélt sín- um málstað mjög fram, þrátt fyrir þau mótmæli, sem komu á fundinum. 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.