Tímarit Máls og menningar - 01.03.1977, Blaðsíða 19
Minnisblöð um leynifunilí
að vera langan tíma, eða kanske aðeins 2—3 ár, o. s. frv. Honum virtist
mikið í mun að koma þeirri skoðun að, að Bretar mundu styðja Bandaríkin
í þessu máli, og vildi gera ráð fyrir svari þeirra á þá leið, ef spurt væri
eftir því. A slíkri skoðun byggði hann andstöðu sína gegn því, að spurzt
væri beint fyrir hjá Bretum, og áleit það gera aðstöðu okkar til að svara
neitandi erfiðari.
Ennfremur skýrði Ól. Tbors frá því, að hann hefði farið fram á það við
sendiherrann, að birt yrði opinber tilkynning um málið, og hafði ríkis-
stjórnin samið slíka tilkynningu, en beðið var eftir samþykki Bandaríkja-
stjórnar.
Umrœður ftmdarmanna snerust nærri eingöngu um till. Olafs að senda
skriflega fyrirspurn til sendiherra Bandaríkjanna. Hermann Jónasson, Ey-
steinn Jónsson og Haraldur Guðmundsson bentu allir á, að hér gæti verið
um skref að ræða, sem gæfi tilefni til að álíta umræður hafnar, og þetta
gæti haft þær afleiðingar, að Bandaríkin sendu mann eða nefnd manna
hingað til viðræðna við ríkisstjórnina, en þar með væri þeim gefin átylla
til að halda, að Islendingar vildu ræða málið. Lagði Hermann sérstaklega
áherzlu á það, að hann teldi rétta sporið að snúa sér til4 Breta og5 Norður-
landa og fá að vita afstöðu þessara landa.
Ól. Thors ítrekaði, að fyrst yrðu menn að vita eitthvað frekar um, hvað
fyrir Bandaríkjunum vekti, áður en menn færu í liðsbón til annarra ríkja.
Pétur Magnússon taldi, að þótt allir hér væru sammála um að svara
neitandi, þá hlyti samt sem áður að vera talað nánar við Bandaríkin.
Asgeir Asgeirsson taldi, að auðsætt væri að menn vildu hvorki segja já
eða nei, og þá yrði auðvitað að tala við Bandaríkin nánar. Mælti með því,
að svo yrði gert.
Magnús Jónsson taldi enga hættu á því, að fyrirspurnin væri send. Það
hlyti að vera auðvelt að ákveða, hvenær umræður byrjuðu um samninga,
en það væri þegar Alþingi hefði sett nefnd til samningaumleitana. Studdi
hann till. forsætisráðh. og taldi enga hætm samfara henni.
Sigfús Sigurbjartarson lýsti því yfir, að það sem sósíalistar vildu fá fram,
væri neitandi svar, þeir vildu að svarið yrði nei, en kurteist nei. Lét hann
í Ijós efasemdir um, að rétt væri að gera fyrirspurnina til sendiherra Banda-
ríkjanna, en tók undir þær till., sem komið höfðu fram um að Ieita eftir
afstöðu Breta, og Norðurlandanna og einnig Rússa.
Ól. Thors lagði mikla áherzlu á, að fyrirspurnin væri send, og hélt sín-
um málstað mjög fram, þrátt fyrir þau mótmæli, sem komu á fundinum.
9