Tímarit Máls og menningar - 01.03.1977, Blaðsíða 36
Tímarit Máls og menningar
keikur. Síðan fer hann að bogna. Og því meir sem af honum dregur, þeim
mun meira er á hann lagt. Hann er sá, sem ofurþunga er hlaðinn, og bug-
ast. Hann heldur af stað, fálmar sig áfram með sín þungu örlög á herðum.
Svo slokknar honum andans ljós; sturlunin hremmir hann. Og Shake-
speare grípur smrlunina og tónsetur hana þríradda, deilir henni með Ját-
geiri, sem er vitskertur af varúð en talar mngu raunverulegs æðis, fíflinu,
sem er vitskermr að atvinnu og dylur sanna lífsspeki undir tilburðum
geggjunar, og konungi, sem ruglast og smitast af óðs manns tali Játgeirs,
konunginum, sem er smrlaður af eymd og kvöl.
Það sem Shakespeare lagði allt kapp á, var það sem máli skipti, háfleygt
andríkið og djúp alvaran í skapi verksins, svo sem ljóst er af því, hve kær-
ingarlaust hann tekur á þessu gamla yrkisefni til þess að geta byrjað og
komið leikritinu af stað. Upphafs-atriðin í Lé konungi em vitaskuld næsta
fáránleg. Það er ekki nema í heimi ævintýra, að kóngur úthlutar löndum
í ríki sínu til dætra sinna eftir þeirri reglu, að sú hljóti mesta flæmið, sem
fullyrði, að hún elski hann mest. Og það þarf barnalega áheyrendur til að
taka mark á því, að gamli jarlinn á Glostri trúi á augabragði hinum ósenni-
legasta rógburði um son sinn, sem hann þekkir að góðum drengskap.
Shakespeare kemur ekki sjálfur til móts við oss á slíkum stöðum. Hins
vegar í þeirri skyggni á lífið, gildi þess og hátm, sem rennur upp fyrir Lé,
þegar hann er smrlaður orðinn, og rofar fyrir hvarvetna í verkinu. Og nú
er andi Shakespeares svo mátmgur, öllum ástríðum gerð skil með krafti
svo óstæðum, að þrátt fyrir fáránleik og staðleysu orkar leikritið sem algjör
sannleikur:
Víst má sjá heimsins háttalag án augna.
Láttu’ eyrun sjá! Þú sérð hvað dómarinn
hundskammar ræfils þjófinn. Orð í eyra:
skiptum nú! vinstri-hægri? hvor er þjófur,
og hvor er dómari? Sástu’ aldrei fjárhund
rífa kjaft uppá umrenning?
Jarlinn á Glostri: Jú, herra.
Lér: Og bjálfann flýja fyrir rakkanum!
Þar birtist frábær ímynd yfirvalds;
embættis-hundi er hlýtt! (IV, 6).
Og síðan koma hvassyrði, sem að því víkja, að sá sem refsar sé einatt
verri en sá sem refsað er; böðullinn hýðir skækjuna; en sjálfur er böðuls-
26