Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1977, Síða 107

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1977, Síða 107
Nýliðinn Svejk Þegar offísérarnir komu í braggann þar sem Svejk góðidáti var að læra að meðhöndla skotullina sáu þeir reykskýin stíga upp úr pípunni hans svo þeim varð óðara ljóst að þar sat öldungis óhræddur dáti. Ekki hafði Svejk fyrr komið auga á eftirlitsoffísérana en hann spratt á fætur, tók útúr sér pípuna eins og lög gera ráð fyrir og lagði hana frá sér, nánar til tekið á opna tunnu með skotull. Hann salúteraði og sagði hátt og snjallt: „Tilkynni í undirgefni, ekkert óvænt hér, allt í stakasta lagi.“ Það eru þau andartök í mannlífinu þegar snarræðið hefur alveg ótrú- lega þýðingu. I þessum hóp reyndist herra ofurstinn klókari en aðrir. Þegar tóbaks- reykurinn var farinn að hringa sig upp úr skotullinni skipaði hann: „Svejk, reykja áfram!“ Það var hyggileg skipun því einlægt er það betra að hafa logandi tóbaks- pípu í munninum en skotullinni. Svejk salúteraði nú aftur og hrópaði: „Tilkynni í undirgefni, áfram skal reykt." Hann var hlýðinn dáti. „Jæja, Svejk, og nú komið þér með okkur á varðstofuna! “ „Tilkynni í undirgefni, það get ég ekki því fyrirmælin segja að hér verði ég til klukkan sex, þá verð ég leystur af. I skotullinni verður alltaf einhver að vera svo ekkert komi fyrir! “ Herra eftirlitsoffísérarnir smeygðu sér útfyrir og hlupu svo á varðstof- una þar sem þeir gáfu skipun um að lögregluflokkur yrði látinn sækja Svejk. Lögregluflokkurinn var ófús til fararinnar en fór þó. Þegar þeir komu að bragganum þar sem Svejk góðidáti sat í skotullinni með glóandi pípu sína og þjónaði hans tign, keisaranum, öskraði korpór- allinn: „Svejk, skepnan, fleygðu pípunni út um gluggann og komdu svo!“ „Eg held nú síður. Herra ofurstinn skipaði mér að reykja áfram svo ég verð að reykja mig í tætlur.“ „Komdu þér út, skíthæll!“ „Biðst afsökunar í undirgefni, kem mér ekki út. Klukkan er ekki nema fégur og það má ekki leysa mig af fyrr en klukkan sex. Til klukkan sex ber mér að vera hér í skotullinni svo ekkert komi fyrir. Eg er svo var...“ Honum vannst ekki tími til að segja „færinn“. Trúlega hafið þið líka lesið um slysið skelfilega í vopnabúrinu sem olli þjóðarsorg í Austurríki, 93
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.