Tímarit Máls og menningar - 01.03.1977, Blaðsíða 52
Tímarit Máls og menningar
En bastarðurinn dóttir Lés, Kordelía, sú sem var ekki getin „á vígðum hjóna-
beði“ var að hans dómi jafndygg Játmundi (að vísu ekki í upphafsatriðinu þar
sem Lér notaði sama orð („kind“: „I loved her most, and thought to set my
rest / On her kind nursery, I. 1, 122—23)). Lér telur að dæturnar af „vígðum
hjónabeði", Regan og Góneríl, hafi reynst jafngrimmar og Játgeir. Þess vegna
segir hann:
Ég náða þennan mann. Hvert er þitt afbrot?
Hórdómur?
Ekki áttu að deyja, deyja fyrir hór? Nei.
(IV. 6, 109—11)
Lýsing Kordelíu á ásýnd Lés þegar hann er smrlaður orðinn hefur að geyma
annan orðaleik sem vísar til kokkálaðs eiginmanns (Crowned with rank fumiter
and furrow-weeds, / With hardocks, hemlock, nettles, cuckoo-flowers. IV. 4,
3—4).
Til viðbótar mætti sýna fram á það með gildum rökum að persóna Lés sæki
í raun og veru til sannsögulegrar persónu, Hinriks VIII. Hann sakaði aðra
konu sína, Anne Boleyn, um hórdóm og blóðskömm (með bróður sínum) og
lét hálshöggva hana. Dóttir hans, sem þar með var gerð bastarður að lögum,
var sú fræga kona Elísabet fyrsta. Hún, meydrottningin, er vafalaust fyrirmynd
Kordelíu. Eins og Hinrik VIII. er Lér harðstjóri og sjúkur af sárasótt. Þannig
er lýsing hans á skapnaði kvenna neðan mittis uppfull af kynsjúkdómalíking-
um:
Já, þar er víti, myrkur, eisa og eldur,
brennisteins-svað og svækja, fordæming. (IV. 6,128—29)
(There’s hell, there’s darkness, there is the sulphurous pit:
Burning, scalding, stench, consumption.)
Mjög snemma í leikritinu kemur Lér upp um það að Kordelía sé hórgetin:
hrak, sem blöskrar Náttúrunni
að gangast við. (I. 1, 211—12)
(a wretch whom Nature is ashamed
Almost t’acknowledge hers.)
Orðið „ónáttúrlegur”, sem kemur fyrir hvað eftir annað alls staðar í leikritinu,
er mildara heiti á bastarði. Tilsvör á borð við þetta, sem Lér beinir að Frakka-
kóngi, hafa menn leitt hjá sér hingað til sem skáldlegar umorðanir eða lík-
ingar:
Eigðu hana, Frakki! Fyrir augu mín
hún framar aldrei kemur! Hún skal þín!
Mín dóttir er hún ekki. (I. 1, 261—62)
(Thou hast her, France; let her be thine, for we
Have no such daughter.)
40