Tímarit Máls og menningar - 01.03.1977, Blaðsíða 44
Tímarit Máls og menningar
Stalíns“ veitti rússum nákvæmlega sömu tilfinningu öruggs getnaðar og
pólitískur leiðtogi og frjósemistákn veitti ættflokki sínum í fyrnsku. Lifandi
dæmi um þessa grundvallarþörf mannsins birtist í þeim sið þegar litlar
stúlkur (og drengir, en einkum stúlkur) færa Maó, Brésnéf eða Tító blóm-
vendi á þjóðhátíðardögum og öðrum tyllidögum þjóðanna. Hér er um ná-
kvæmlega sömu athöfn að ræða og við völsadýrkun í fornum samfélögum
eða þegar maístöngin (upphafinn völsi) var skreytt blómum við hátíðlega
athöfn í bændasamfélögum miðalda. Stúlkubörnin kínversku, rússnesku og
júgóslavnesku eru þannig í raun að hylla pólitísk frjósemistákn þjóða sinna
í mynd föður og eiginmanns; með því að skreyta þá með blómum1 öðlast
þær sjálfar blessun frjóseminnar og tryggja áframhaldandi líf þjóðarinnar
með heilbrigðum getnaði.
I Aþenu hinni fqrnu tíðkaðist árleg helgiathöfn þar sem drottningin
sem ímynd hinnar miklu móður (eða einungis eiginkona höfðingjans) var
„gift“ tréstyttu af Díonysíusi (með miklum, reistum getnaðarlim) til að
stuðla að og tryggja árstíðabundna frjósemi manna, búfjár og náttúru.
Þetta var hið „helgasta brúðkaup“.
Þrátt fyrir óteljandi biblíuvísanir í leikritinu2 ber fræðimönnum saman
um að Shakespeare hafi hugsað sér Lé sem ævafornan konung og notað
til þess einnig heiðnar skírskotanir.3 A hinn bóginn hefur enginn fræði-
maður kannað til fulls hvernig hugsunarháttur, sem rekja má til frumstæðs
ættflokkasamfélags, birtist í hinu fræga upphafsatriði leikritsins, en á því
atriði hvílir öll bygging þess.4
og heitum því
að létta starfsins önn af vorri elli
á yngri bök, og skríða lokaspölinn
án þungrar byrði. (I. 1, 37—40).5
Lér er konungur í fornum sið og völsatákn (frjósemistákn), á honum veltur
það hvort ríki hans nýtur blessunar frjóseminnar.6 Þegar honum verður
Ijóst að geta hans til að gegna hlutverki sínu er þorrin, hefur hann áhyggj-
ur af velferð, æxlun og frjósemi þjóðar sinnar og vill því fá til unga karl-
mannskrafta („younger strengths“) að stjórna henni.7 Helgiathöfnin er
„heilagt brúðkaup“.
Drottnar Frakkarikis
og Borgundar, þeir miklu keppinautar
um ástir vorrar yngstu, kæru dótmr,
dvelja sem biðlar hér í vorri hirð
og bíða svars. (I. 1, 44—47).8
34