Tímarit Máls og menningar - 01.03.1977, Blaðsíða 40
Tímarit Máls og menningar
þeirri ró, sem fangelsið veitir honum, vill hann sitja, ekki öllu meira ein-
mana en gengur og gerist í hárri elli, inni luktur ásamt sínu ástarhnossi,
því eina sem hann á eftir. Svo virðist eitt andartak, sem Shakespeare ætli
sér að segja: Sæll er sá, sem á hinztum ævidögum hefur hjá sér hjartablóm
síns lífs, jafnvel þótt í fangelsi sé.
Og þess vegna lætur Shakespeare ekki hér staðar numið. Játmundur
skipar svo fyrir, að Kordelía skuli kyrkt í fangelsinu; og morðinginn fylgir
þeirri skipun fram.
Þá fyrst nær harmleikurinn hámarki, þegar Lér gengur fram með lík
Kordelíu á örmum sér. Hann kveinar af harmi, og nú biður hann um spegil
til að sjá hvort hún sé hætt að anda; og síðan:
Jarlinn í Kent: Hvort mun hér alheims endir?
Játgeir: Eða’ ímynd þeirra feikna?
Honum er fengin fjöður. Hann hrópar af fögnuði; fjöðrin hreyfist, hún
er lifandi. — Þá sér hann, að þetta er missýning. Og formælingunum fylgja
þessi yndislegu táknrænu orð:
............... Hennar rödd var ávallt
svo lág, svo mild og mjúk; slík prýði á konu.
Jarlinn í Kent, sem er dulbúinn, segir honum nú til sín, og hann fær
að heyra, að glæpakonurnar eru báðar dauðar. En hæfileiki hans til að
kenna nýrra áhrifa má heita slökktur. Hann skynjar aðeins dauða Kordelíu:
Minn veslings fugl er myrtur; aldrei meir
neitt líf..........
Svo hnígur hann út af og deyr.
Jarlinn í Kent: Látum hans anda í friði! Hann skal hverfa;
grimmd væri' að kjósa kvala-vist hans teygða
á lífsins píslar-bekk.
Þetta, að þessi maður missir yngstu dóttur sína, er það sem Shakespeare
hefur gert svo mikilfenglegt, að um það segir jarlinn í Kent með réttu:
Hvort mun hér alheims endir? (is this the promised end?) Það sem hann
missir með þessari dóttur er allt, og það hyldýpi sem opnast, svo vítt og
30