Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1977, Blaðsíða 120

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1977, Blaðsíða 120
Tímarit Máls og menningar ískum málum þegar hann hlaut umrædd bókmenntaverðlaun. Er ekki augljóst mál að þarna er verk- efni fyrir norræna þýðingarmiðstöð? Er ekki kominn tími til að bræðraþjóðirnar sem leiðtogar okkar tala fjálglegast um í skálaræðum, fái tækifæri til að kynn- ast hver annarrar bókmenntum, án þess að gróðasjónarmið misviturra bókaút- gefenda ráði ferðinni alfarið? Heimir Pálsson. ATHUGASEMD VIÐ UMSÖGN UM BÓK I þriðja hefti Tímarits Máls og menn- ingar 1976 ritar Siglaugur Brynleifsson umsögn um bók sem undirritaður hafði annast útgáfu á (Jón Þorláksson: Kvæði, frumort og þýdd. Urval. Rannsóknar- stofnun í bókmenntafræði og Menning- arsjóður, 1976). Um ýmis matsatriði virðist að vísu eðlilegt að sé ágreining- ur, en ritdómarinn ber mér á brýn sögu- falsanir, „heldur en ekki hæpnar stað- hæfingar" og „vafasama fullyrðingu" (auk einfeldningslegra skoðana og ann- ars sem er fjarri mér að andmæla). Eg sé mig því knúinn til að gera svofelldar athugasemdir: 1. Ritdómari eyðir miklu púðri í um- ræður um „fóstru“ Jóns Þorlákssonar. Um það mál sagði ég orðrétt: „Hug- mynd Jóns Sigurðssonar um að hann (JÞ) hafi verið á fóstri annars staðar reynist á misskilningi byggð...“ Við þetta er neðanmálsgrein, þar sem vísað var til ævisögu Jóns Þorlákssonar, þeirr- ar sem Jón Sigurðsson ritaði — og at- hugana Jóns Þorkelssonar í endurútgáfu sömu ævisögu árið 1919. Hér er greini- lega ekki annars kosmr en rekja málið nánar, fyrst sagnfræðilegur ritdómari hefur nú vakið „fóstruna" upp úr gröf sinni. Hugmynd Jóns Sigurðssonar um þetta fóstur var reist á einu erfiljóði Jóns Þorlákssonar. Birtist það í heildar- útgáfunni 1843 (síðari deild, bls. 181 o. á.). Þar talar fyrsta persóna kvæðisins um fóstru sína. En sé nú kvæðið lesið til loka (ekki bara vísurnar sem ritdóm- arinn vitnar til), má finna þar þessi orð: „Ó, þú kærleikur I... I mér breiskri bú /í brjósti þú /..(bls. 184). Sannast að segja þarf ekki mjög magnaða skarp- skyggni til að sjá að þessi fyrsta persóna er kvenkyns — og það var Jón Þorláks- son ekki. Hefði ritdómarinn gætt þessa, hefði honum kannski hugkvæmst að fletta líka upp á tilvísuninni til Jóns Þorkelssonar. Þar er svofelld neðanmáls- grein við orð JS um fóstruna: „Þetta er algerður misskilningur. Erfiljóð þessi eru ort 1818, undir nafni Karítasar dóttur síra Magnúsar Erlendssonar á Hrafna- gili eptir Sigríði fóstru hennar...“ (bls. 9). — Sannast að segja hélt ég að rit- dómurum væri treystandi til að fletta upp röksemdum ákærðra áður en þeir vændu þá um rangfærslur og sögufals- anir. En það ætlar að sannast sem löng- um hefur verið trú, að erfiðara sé að kveða niður drauga en vekja þá upp. 2. Mér er ljúft að viðurkenna að ég hef komist klaufalega að orði á bls. 38 í formála, þar sem ég sagði á þá leið að flest ef ekki öll þau skáld sem JÞorl hefði þýtt, tilheyrðu hinum íhaldssamari hluta upplýsingarstefnumanna. I næstu málsgrein á undan var ég að tala um samtímabókmenntir Jóns, og sannast að segja datt mér ekki í hug að nokkur gæti lesið út úr þessu að John Milton (1608—1674) væri upplýsingarstefnu- maður. En það gerir ritdómari minn án þess að depla auga. 3. Ritdómari hefur greinilega andúð 106
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.