Tímarit Máls og menningar - 01.03.1977, Blaðsíða 83
Það kvað vera fallegt í Kína
Líú Sjaó-sí, Teng Hsiao-ping og aðrir þeir sem hægrisinnar hafa verið
nefndir í Kína á undanförnum árum eru skrifaðir fyrir svofelldum kenn-
ingum: Hagvöxtur, framleiðni og uppeldi á góðum sérfræðingum og
stjórnendum gangi fyrir kröfum um pólitískan þroska, kommúnískt hegð-
unarmynstur. Til að örva framleiðsluna, örva menn til mennta, þarf að
launa menn eftir framlagi, eftir starfi. Fyrst þarf að koma upp því fram-
leiðslukerfi, þeirri velmegun sem hægt er að reisa á síðar meir sannan
jöfnuð og fagurt mannlíf í kommúnisma. En það tekur drjúgan tíma.
(Sovésk kenning er reyndar mjög svipuð. Þar er oft sagt á þá leið að það
þýði ekki að stofna til jafnaðarskipta um fátæktina eina. Viss mismunun
muni hins vegar hvetja menn til efnahagslegra dáða sem síðan skapa for-
sendu fyrir kommúnisma. Reynslan af þessari kenningu mætti vel verða
efni í margar bækur, en ekki verður lengra farið út í þá sálma að sinni.)
Undanfari menningarbyltingarinnar voru tíðindi sem gerðust í skólum.
Stóraukin eftirspurn eftir æðri menntun hafði leitt til þess að frammistaða
í samkeppnisprófum var afmr látin ráða mesm um mennmnarmöguleika
hvers og eins — eins og verið hafði í gamla Kína. Þetta þýðir í reynd —
ekki síst í landi eins og Kína þar sem lestrarkunnátta var bæði sjald-
gæfari og torfengnari en víðast annars staðar — að þeir sem höfðu mennt-
un „í farangrinum“, voru sjálfir úr menntastétt, höfðu mikið forskot fram
yfir aðra. Afleiðingar þessa komu fljótt fram. Til dæmis hafði stúdentum
úr verkamanna- og bændafjölskyldum við háskólann í Peking fækkað úr
67% árið 1958 í 38% 1962. Þetta — með öðm — þótti mörgum æsku-
mönnum skýr vísbending um að ný forréttindastétt væri í mómn. Þeir
fóru af stað með þá kröfugerð sem varð inntak í „hinni miklu menningar-
byltingu öreiga“, hlum drjúgar undirtektir og skipti þá auðvitað mestu að
Maó formaður lagði blessun sína yfir hreyfinguna.
Málflutningur þeirra sem bera menningarbyltingunni vitni í fyrrnefnd-
um gestabókum þrem er á þessa leið: Stefna Líú Sjaó-sís og hans fylgi-
fiska leiðir til kapítalisma. (Það er rétt að skjóta því að, að ekki er í raun
um það að ræða að líkur séu á að tekið verði upp aftur kapítalískt eignar-
hald á framleiðslutækjum heldur er talað um afstöðu til forréttinda ein-
stakra hópa í samfélaginu.) Launamismunur og fríðindi voru orðin alltof
mikil. Stjórnendur og menntamenn voru að breytast í nýja stétt sem ein-
angrast frá allri alþýðu í menningu og lifnaðarhátmm, límr niður á hana,
ráðgast ekki við hana heldur skipar fyrir. Þetta var reynt að brjóta niður á
árunum 1966—68 og síðar. Það er viðurkennt að átökin hafi verið hörð,
69