Tímarit Máls og menningar - 01.03.1977, Blaðsíða 41
Lér konungur
djúpt sem það er, virðist geta gleypt alheim. Þetta, að missa Kordelíu,
það er sjálf glötunin. Allir menn missa, eða finna að þeir eiga á hætru að
missa sína Kordelíu. Að missa þetta dýrmætasta og bezta, það sem eitt
gerir lífið þess vert að lifa, það er harmleikur lífsins. Því er spurt: Hvort
mun hér alheims endir? Já, víst er það svo. Hver og einn á aðeins sinn
alheim og á það á hætrn að sjá hann farast, og árið 1606 var Shakespeare
ekki í skapi til að semja annað en heimsglötunar-leikrit.
Alheimur ferst, þegar heimur réttlætisins horfir til glötunar; þegar sá,
sem er drenglyndur og grandalaus eins og Lér, fær óþökk og hatur að laun-
um; þegar sá, sem er vænn og hugprúður eins og jarlinn í Kent, er beittur
vansæmandi refsingu; þegar sá, sem er miskunnsamur eins og jarlinn á
Glostri og veitir þeim skjól sem þjáist og sætir órétti, hlýtur þau laun að
missa augu sín; þegar sá, sem er göfuglyndur og tryggur eins og Játgeir,
verður að hrekjast á vergang í óðs manns gervi með dulu um lendar; og
þegar sú, sem er lifandi hugsjón kvenlegrar tignar og dótturblíðu við
gamlan föður, sem er orðinn sem hennar barn, er kyrkt í morðingja greip-
um fyrir augum hans. Að hvaða gagni kemur þá, að hinir illu höggvi og
eimrmyrði hver annan eftir á! Það er eigi að síður hinn ofboðslegi harm-
leikur mannlífsins; það er kór af eldheitum spottandi röddum, ólmum af
girnd, sárum af angist og örvæntingu, sem þar kveður við.
A náttarþeli hefur Shakespeare setið að arni sínum, hlustað á óveðrið
dynja á rúðum, storminn veina gegnum reykháfinn, og heyrt allar þessar
válegu raddir grípa hverja inn í aðra á kontrapunkti svo sem í tónstefju,
og numið þar neyðaróp hins þjáða mannkyns.
[Ritgerð þessi um Lé konung er kafli úr bók Brandesar um Shakespeare og verk
hans. Sú bók var á sinni tíð merkur áfangi til skilnings á skáldinu, og hún er enn
meðal forusturita á sínu sviði. Raunar er ljóst, að í upphafi þessa kafla er Brandes
að ræða um sjálfan sig og sína mæðu engu síður en um Shakespeare og vanþakk-
lætið í hans garð. Og það sem síðar er gefið í skyn um nauma samúð Shakespeares
með þeim sem minna máttu sín, er í samræmi við þá meinloku Brandesar, að
Shakespeare hafi haft óbeit á alþýðufólki. Enginn höfundur hefur sætt jafn-sundur-
leitri túlkun og William Shakespeare. Þó virðist fjarri því, að þar tæmist nægta-
horn frumleikans í bráð. Kannski hafa kenningarnar aldrei verið líflegri en nú á
dögum, né firrurnar fáránlegri. — Þýð.\
Helgi Hálfdanarson þýddi.
Helgi Hálfdanarson hefur óskað þess að leiðréttar séu tvær prentvillur í síðasta
hefti: Á 374. bls. 21. 1. hugtak á að vera hugtcek, og á 397. bls. 11. 1. öðrum á að
vera öðrti.
31