Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1977, Side 41

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1977, Side 41
Lér konungur djúpt sem það er, virðist geta gleypt alheim. Þetta, að missa Kordelíu, það er sjálf glötunin. Allir menn missa, eða finna að þeir eiga á hætru að missa sína Kordelíu. Að missa þetta dýrmætasta og bezta, það sem eitt gerir lífið þess vert að lifa, það er harmleikur lífsins. Því er spurt: Hvort mun hér alheims endir? Já, víst er það svo. Hver og einn á aðeins sinn alheim og á það á hætrn að sjá hann farast, og árið 1606 var Shakespeare ekki í skapi til að semja annað en heimsglötunar-leikrit. Alheimur ferst, þegar heimur réttlætisins horfir til glötunar; þegar sá, sem er drenglyndur og grandalaus eins og Lér, fær óþökk og hatur að laun- um; þegar sá, sem er vænn og hugprúður eins og jarlinn í Kent, er beittur vansæmandi refsingu; þegar sá, sem er miskunnsamur eins og jarlinn á Glostri og veitir þeim skjól sem þjáist og sætir órétti, hlýtur þau laun að missa augu sín; þegar sá, sem er göfuglyndur og tryggur eins og Játgeir, verður að hrekjast á vergang í óðs manns gervi með dulu um lendar; og þegar sú, sem er lifandi hugsjón kvenlegrar tignar og dótturblíðu við gamlan föður, sem er orðinn sem hennar barn, er kyrkt í morðingja greip- um fyrir augum hans. Að hvaða gagni kemur þá, að hinir illu höggvi og eimrmyrði hver annan eftir á! Það er eigi að síður hinn ofboðslegi harm- leikur mannlífsins; það er kór af eldheitum spottandi röddum, ólmum af girnd, sárum af angist og örvæntingu, sem þar kveður við. A náttarþeli hefur Shakespeare setið að arni sínum, hlustað á óveðrið dynja á rúðum, storminn veina gegnum reykháfinn, og heyrt allar þessar válegu raddir grípa hverja inn í aðra á kontrapunkti svo sem í tónstefju, og numið þar neyðaróp hins þjáða mannkyns. [Ritgerð þessi um Lé konung er kafli úr bók Brandesar um Shakespeare og verk hans. Sú bók var á sinni tíð merkur áfangi til skilnings á skáldinu, og hún er enn meðal forusturita á sínu sviði. Raunar er ljóst, að í upphafi þessa kafla er Brandes að ræða um sjálfan sig og sína mæðu engu síður en um Shakespeare og vanþakk- lætið í hans garð. Og það sem síðar er gefið í skyn um nauma samúð Shakespeares með þeim sem minna máttu sín, er í samræmi við þá meinloku Brandesar, að Shakespeare hafi haft óbeit á alþýðufólki. Enginn höfundur hefur sætt jafn-sundur- leitri túlkun og William Shakespeare. Þó virðist fjarri því, að þar tæmist nægta- horn frumleikans í bráð. Kannski hafa kenningarnar aldrei verið líflegri en nú á dögum, né firrurnar fáránlegri. — Þýð.\ Helgi Hálfdanarson þýddi. Helgi Hálfdanarson hefur óskað þess að leiðréttar séu tvær prentvillur í síðasta hefti: Á 374. bls. 21. 1. hugtak á að vera hugtcek, og á 397. bls. 11. 1. öðrum á að vera öðrti. 31
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.