Tímarit Máls og menningar - 01.03.1977, Síða 68
Tímarit Máls og menningar
panilskáp í skólastofunni okkar heima. Þeir voru
komnir með hrukkótt öldungssnjáldur, eins og þeir
hefðu haldið áfram að eldast í vínandanum, og voru
satt að segja ósköp eymdarlegir á svip, angatötrin,
þótt vökvinn í glösum þeirra væri orðinn allt að
því eins brúnn og kók og hefði því átt að geta vakið
jafnvel dauðu dýri ofurlitla gleði í brjósti. Þess vegna
hefur hvarflað að mér, að máski sé lífshamingjan
ekki öll í einni flösku af kók: aðrir heiisubrunnar
kunni líka að hafa sína kosti. Minnist þá gamals vinar
míns sem kominn var með svo sundurgrafna kirtla
undir kjálkabörðunum um fermingu, að „ég var far-
inn að óttast að hnappurinn yrði barasta alveg grafinn
frá búknum um tvítugt“, eins og hann komst svo
óskáldlega að orði. Þá fór hann að viturra manna
ráði að þvo kaun sín á hverjum morgni úr ómenguð-
um úthafssjó, teygaði síðan af honum tvo bolla og
gúlsopa af sjálfrunnu hákarlalýsi á fastandi maga.
Eftir mánuð var hann albata og hefur ekki kennt sér
meins síðan. „Það var ósvikinn íslenzkur sjór,“ sagði
hann, „og þó var landhelgin þá ekki nema þrjár mílur
samkvæmt dönskum samningi við breta, sem fengu
einn íslenzkan þorsk í kaupbæti með hverjum munn-
bita af dönsku svínafleski. En við hötuðum kúgarann,
og hatrið á harðstjóranum var runnið saman við sjó-
inn eins og lyf sem blandazt hefur heitu rauðu blóði
manns.“ Hann skilaði tvöföldu ævistarfi, öðru á landi,
hinu á sjó, dvelst nú á heimili gömlu sægarpanna kom-
inn nokkuð á níræðisaldur: „Eins og fúakláfur dreginn
54