Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1977, Side 37

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1977, Side 37
Lér konungur óþokkinn lauslátur eins og hún. Hér svífur yfir sami andinn og í leikriti Shakespeares Líku líkt: böðlinum væri nær að hýða sjálfan sig, ekki kon- una. Og eftir fylgja önnur beiskyrði þess efnis, að hinn ríki sé jafnan undanþeginn refsingu: Klæddu synd í brynju úr gulli, og brandur réttvísinnar skal brotna. Loks fær allt hans angur rödd í þessum orðum: I fæðingu vér grátum göngu vora á þetta feikna fífla-leiksvið. Gegnum allt þetta heyrist ymja grunntónn úr Hamlet. En ádrepu Ham- lets á lífsins gang er hér deilt á margar hendur, hún fær sterkari rödd og vekur bergmál hvað eftir annað. Fíflið í þessum leik, hinn ágætasti af æringjum Shakespeares, er þess háttar bergmál, einkum eftir óverulegt fífls-hlutverk í Oþelló, svo mein- fyndinn og orðskár sem hann er. Hann er andmæli heilbrigðrar skynsemi gegn þeirri vanvizku, sem Lér hefur framið, andmæli, sem þó er hrein kímni. Hann kvartar aldrei, sízt sjálfs sín vegna. Þó verður allur fíflskapur hans að harmleik. Og þegar riddari í leiknum segir: „Síðan unga drottn- ingin (Kordelía) fór til Frakklands, hefur fíflið mjög látið á sjá,“ þá bæta þau orð fyrir allar hvassar glósur hans til Lés. Meðal annarra snilldar- bragða Shakespeares í þetta sinn er einnig það, að lyfta hefðbundinni ær- ingja-persónu, trúðinum, upp á svo miklu hærra lífssvið, að hann er orð- inn að burðarafli í harmleik. I engum öðrum Shakespeares-leik eru svo mörg spakmæli lögð fíflinu í munn. Raunar er þar af nógu að taka alls- staðar: orð Lés „Já og nei líka, var slæleg goðfræði“, orð Játgeirs „Þroski er kjarninn“, eða jarlsins í Kent „Hlýja þökk met ég meir en endurgjald". Eldri dætur Lés hafa tekið í arf það versta í fari hans og ræktað það úr hófi; en Kordelía hefur fengið hjartagæzku hans í sinn hlut, raunar ásamt nokkrum þvermóð og stórlæti, sem hann á einnig til, því ella hefði aldrei til sundurþykkju komið. Það er hvorttveggja, að fyrsta spurningin, sem hann spyr hana, er ónærgætin, og að svar hennar er það líka. Sem á leik- inn Iíður, kemur í ljós, að stríðlyndi hennar er bráðnað burt. Allt hennar eðlisfar er gæzka og yndisþokki. Þau atvik eru hrífandi, þegar Kordelía finnur föður sinn smrlaðan og 27
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.