Tímarit Máls og menningar - 01.03.1977, Blaðsíða 37
Lér konungur
óþokkinn lauslátur eins og hún. Hér svífur yfir sami andinn og í leikriti
Shakespeares Líku líkt: böðlinum væri nær að hýða sjálfan sig, ekki kon-
una. Og eftir fylgja önnur beiskyrði þess efnis, að hinn ríki sé jafnan
undanþeginn refsingu:
Klæddu synd
í brynju úr gulli, og brandur réttvísinnar
skal brotna.
Loks fær allt hans angur rödd í þessum orðum:
I fæðingu vér grátum göngu vora
á þetta feikna fífla-leiksvið.
Gegnum allt þetta heyrist ymja grunntónn úr Hamlet. En ádrepu Ham-
lets á lífsins gang er hér deilt á margar hendur, hún fær sterkari rödd
og vekur bergmál hvað eftir annað.
Fíflið í þessum leik, hinn ágætasti af æringjum Shakespeares, er þess
háttar bergmál, einkum eftir óverulegt fífls-hlutverk í Oþelló, svo mein-
fyndinn og orðskár sem hann er. Hann er andmæli heilbrigðrar skynsemi
gegn þeirri vanvizku, sem Lér hefur framið, andmæli, sem þó er hrein
kímni. Hann kvartar aldrei, sízt sjálfs sín vegna. Þó verður allur fíflskapur
hans að harmleik. Og þegar riddari í leiknum segir: „Síðan unga drottn-
ingin (Kordelía) fór til Frakklands, hefur fíflið mjög látið á sjá,“ þá bæta
þau orð fyrir allar hvassar glósur hans til Lés. Meðal annarra snilldar-
bragða Shakespeares í þetta sinn er einnig það, að lyfta hefðbundinni ær-
ingja-persónu, trúðinum, upp á svo miklu hærra lífssvið, að hann er orð-
inn að burðarafli í harmleik. I engum öðrum Shakespeares-leik eru svo
mörg spakmæli lögð fíflinu í munn. Raunar er þar af nógu að taka alls-
staðar: orð Lés „Já og nei líka, var slæleg goðfræði“, orð Játgeirs „Þroski
er kjarninn“, eða jarlsins í Kent „Hlýja þökk met ég meir en endurgjald".
Eldri dætur Lés hafa tekið í arf það versta í fari hans og ræktað það úr
hófi; en Kordelía hefur fengið hjartagæzku hans í sinn hlut, raunar ásamt
nokkrum þvermóð og stórlæti, sem hann á einnig til, því ella hefði aldrei
til sundurþykkju komið. Það er hvorttveggja, að fyrsta spurningin, sem
hann spyr hana, er ónærgætin, og að svar hennar er það líka. Sem á leik-
inn Iíður, kemur í ljós, að stríðlyndi hennar er bráðnað burt. Allt hennar
eðlisfar er gæzka og yndisþokki.
Þau atvik eru hrífandi, þegar Kordelía finnur föður sinn smrlaðan og
27