Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1977, Blaðsíða 21

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1977, Blaðsíða 21
MinnisblöS um leynifundi staða Breta væri til málsins. Kristmn Andrésson lagði til, að fyrirspurnin yrði orðuð á þessa leið: Hefur það nokkur áhrif á sambúð Islendinga og Breta, þó að Islendingar synji málaleitan Bandaríkjastjórnar. Taldi einnig sjálfsagt, ef Bretar yrðu spurðir, þá einnig Rússar og líka Norðurlandaþjóð- irnar. Mótmæli komu frá mörgum gegn því, að Rússar yrðu spurðir. Af- staða okkar til Breta væri allt önnur, við værum þeim miklu háðari og tengdari á allan hátt, auk þess hefðu þeir fyrst haft herstöðvar hér, sem þeir hefðu síðar formlega afsalað til Bandaríkjanna, og mætti því teljast, að þeir bæri ábyrgð á okkur. Allir sem töluðu1 aðrir en sósíalistar héldu þessu fram (Eysteinn, Ol. Thors, Stefán Jóhann, Asgeir Asgeirsson, Magnús Jónsson). Brynjólfur Bjamason, (sem var ekki viðstaddur framan af um- ræðunum) krafðist þess, að Rússar yrðu spurðir um leið og Bretar. Bjarni Benediktsson og Magnús Jónsson héldu því fram, að þetta gæti verið fyrsta sporið, um leið og það væri hið eðlilegasta, að spyrja Breta, á síðara stigi málsins mætti ef til vill snúa sér til Rússa og fleiri þjóða. Kristinn Andrés- son benti á, að þrjár voldugusm sameinuðu þjóðirnar hefðu sameiginlega sigrað í styrjöldinni og sameiginlega tekið að sér að tryggja heimsfriðinn. Þess vegna væri skylt, þegar ein þessara þjóða færi fram á herstöðvar hér, að snúa sér til hinna beggja, en ekki annarar, og leita álits þeirra. Krafðist þess með Brynjólfi, að Rússar yrðu spurðir jafnsnemma Bremm, annað væri móðgun við þá, og hættuleg stefna fyrir okkur. Þegar hér var komið þurftu Framsóknarmenn að fara af fundi. Hófust þá heitar umræður, er stóðu í tvær klukkusmndir, um allt viðhorf í þessu máli. Fyrir fundinum lá að taka ákvörðun um birtingu framkominnar mála- leimnar frá Bandaríkjunum. Orðalag tilkynningarinnar hafði verið sent Bandaríkjastjórn, hún gert breytingar á einum paragraf. Ef við værum samþykkir hljóðan tilkynningarinnar, mátti birta hana að þrem dögum liðnum, og mundi hún þá birt samtímis hér og í Vasington. Fór fram at- kvæðagreiðsla um birtinguna, og var hún samþykkt einróma. En þá kom að umræðum um2 túlkun dagblaðanna á orðsendingunni, þegar hún yrði birt. Sigfús Sigurhjartarson sagði, að ekki kæmi annað til mála en blöðin skrifuðu um málið. OI. Thors o. fl. vildu, að samkomulag yrði um það, að blöðin birtu tilkynninguna athugasemdalaust. Tókust þá upp heitar um- ræður um málið allt og afstöðu flokkanna. Þessar umræður fóru mjög víða. 1) Ol. Thors vildi halda því fram, að allar opinb.3 umræður spilltu fyrir málinu, blöðin myndu óhjákvæmilega skipa sér í andstæðar fylking- ar, fyrr en varði mundu umræðurnar snúast um það, í hvora blokkina, 11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.