Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1977, Blaðsíða 112

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1977, Blaðsíða 112
Umsagnir um bækur Líney Jóhannesdóttir: KERLINGARSLÓÐIR Heimskringla, 1976, 88 bls. Kerlingarslóðir er fyrsta skáldsaga Lín- eyjar Jóhannesdótmr en áður hefur hún einkum gefið út leikrit og sögur handa börnum. Það er óhætt að fullyrða að þessi fyrsta skáldsaga hefur tekist vel, hún er bæði óvenjuleg og skemmtileg. Kerlingarslóðir gerist á einu sumri. Sögumaður sem segir frá í 1. persónu er fullorðin kona, gift heilsulausum manni og á stálpuð börn. Hún vinnur á heilsugæslustöð langan vinnudag og strangan, enda aflar hún ein tekna heimilisins. Það er eftir einn slíkan vinnudag snemmsumars sem hún hittir Markús, drenginn sem sagan snýst um. Þeirra fyrstu kynni verða við það að sögumaður stígur ofan á Markús í yfir- fullum strætisvagni. Þegar hún ætlar að biðjast afsökunar svarar hann: „... það gerir ekkert til, skórnir mínir eru alltof stórir." (5) Meginþráður bókarinnar spinnst svo út frá þessu kátlega tilefni. Þessar tvær manneskjur, miðaldra kona og lítill drengur, verða góðir kunningj- ar, og lesandi kynnist þeim báðum smátt og smátt eftir því sem þau kynnast hvort öðm. Þó er sögumaður óljósari persóna, hún er spör á upplýsingar um sjálfa sig enda er þetta ekki saga um hana sjálfa. Heimilisaðstæður Markúsar eru áhyggjuefni hans og hann trúir sögu- manni bráðlega fyrir þeim. Hann hefur alist upp hjá ömmu sinni fram að þessu í litlu húsi í gamla bænum; þar hefur hún annast hann í frumbernsku í einu litlu herbergi. Grannar hans þessi ár hafa verið tvær gamlar konur, önnur Ijúf og góð, hin „kellingin hinumegin" sem Markús er hræddur við. Markús hefur hvorki komist í kynni við karl- menn né jafnaldra sína þessi fyrsm ár, og það skýrir það hversu öruggur og sáttur hann er með kynnin við sögu- mann. Fólk eins og hana kann hann að nálgast. En þegar sagan byrjar er allt á hverf- anda hveli í lífi Markúsar. Amma hans fer á sjúkrahús, stálkjafturinn er farinn að bryðja húsin í gömlu götunni og drengurinn flytur til Rikku móðursyst- ur sinnar, sem hefur keypt hús í Kópa- vogi á „áttahundruðþúsundmiljónir" eins og Markús orðar það. Þaðan fer hann svo undir sögulok til móður sinn- ar, þegar amma hans er dáin. Markús er afar vel gerð persóna, barn eins og börn gerast best; íhugull og full- ur af draumum bernskunnar og leyndar- dómum. Kynnin við hann og ævintýrin sem þau upplifa saman eru sögumanni minnisstæð, og það er ekkert undarlegt. En tilgangur hennar með að segja sög- una af vinátm þeirra Markúsar er meiri. Það má segja að Markús sé þarna not- aður sem hluti fyrir heild: dæmi um börn þeirra mörgu barnungu stúlkna 98
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.