Tímarit Máls og menningar - 01.03.1977, Qupperneq 115
uttryckssátt, det betyder endast att han
ár klassisk och ansluter sig till en lev-
ande och livskraftig tradition." (Bls.
121.) — Síðari hluta þessarar tilvitn-
unar verður vissulega ekki mótmælt, en
ekki verða orð þýðanda framan af skilin
öðru vísi en svo að hann telji OJS að-
eins stöku sinnum bregða fyrir sig
bundnu formi. Með lúsarleit þykist und-
irritaður hafa fundið svo sem þrjú kvæði
(Bæn, Ræða hinna biðlunduðu og Turn-
merki) í fyrri bókinni, þar sem ljóð-
stöfum er ekki beitt. Oll hafa þessi þrjú
kvæði þó háttbundna hrynjandi. I síð-
ari bókinni (Að brunnum) verður ekkert
dæmi fundið um það sem kalla mætti
„fri vers". — Vissulega eru ekki öll
kvæðanna rímuð, en eins og sjá má nær-
fellt öll studd ljóðstöfum (eftir hefð-
bundnum forskrifmm) og öll gædd fastri
hrynjandi.
Nú er engin ástæða fyrir erlendan
þýðanda að gera þessu þrennu jafn hátt
undir höfði, ljóðstöfum, rími og hrynj-
andi. Hins vegar hlýtur að mega gera
þá kröfu til hans að hann skilji mun
formlegs „tradisjónalisma" og „módern-
isma", — og að hann dragi af því þá
náttúrlegu ályktun að hefðbundin ljóð
verði að þýða með hefðbundnum hætti.
A sama hátt verður hann að gera sér
grein fyrir að Ijóðstafir eru sérkenni ís-
lenskrar ljóðlistar og geta verið jafn
sjálfsagður og eðlilegur hluti bragforms-
ins hér og þeir verða kátleg ofskreyting,
sé reynt að troða þeim inn í skandinav-
ískan brag. Þeim er því sjálfhafnað í
þýðingum og þarfnast engrar afsökunar.
Þetta gerir Inge Knutsson, og það þótt
gæti hjá honum kynlegs misskilnings,
þegar hann segir að „alliterationen ...
ár ailestádes nárvarande i islándsk lyrik,
áven den modernistiska" (121). — Um
rím gegnir öðru máli. í sænskri ljóðlist
Umsagnir um beekur
virðist það að vísu núorðið helst eiga
hlutverki að gegna í danskvæðum eða
„vísum“, en lengi vel átm þó íslenskur
og sænskur bragur fulla samleið í notk-
un þess. Þar er því að finna næga hefð
fyrir rímuðum kvæðum. Aftur á móti
hefur öllum þýðendum bundins máls
reynst erfitt og smndum frágangssök að
fylgja flóknum rímflétmm höfunda, og
fyrir því eru næg fordæmi að þar megi
víkja út af. — Enn verður svo nýtt uppi,
þegar að hrynjandinni kemur. Þar átm
sænsk ljóð — og eiga enn samleið með
íslenskum, og hverjum sænskum þýð-
anda hlýmr að vera skylt að reyna að
fylgja frumtexta sínum í því efni. Eink-
anlega hlýmr sú krafa að eiga rétt á sér
þegar um sérkennilega eða mjög fast-
mótaða hrynjandi er að ræða. Hér skal
nefnt dæmi úr kvæðinu Gestur (Að
bunnum):
Haustdag, hljóðan og bleikan,
horfði ég þangað drengur:
fölnaður gróður, fuglar
flestir á brott úr sveit;
sinan bar svip af hélu,
af sóllausum himni vatnið;
allt virtist rótt, unz undrun
og ótti spennmst um brjóst.
Þetta þýðir Inge Knutsson svo (bls. 79):
En höstdag, en stillsam och blek,
ság jag som pojke ditát:
vissna váxter, de flesta
fáglar pá vág bort frán trakten;
grásset bar spár av frosten,
av en sollös himmel vattnet;
allt tyxktes lugnt, tills undran
och fasa grep mig om bröstet.
Megineinkenni bragarins liggja hér í
augum uppi í frumtexta: Hver braglína
101