Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1977, Page 106

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1977, Page 106
Tímarit Máls og menningar Lausnarplöggin voru útfyllt strax daginn fyrir nefndarfundinn, en þá stakk Svejk góðidáti bara af. Hann varð að yfirgefa herbúðirnar á laun til að geta þjónað hans tign, keisaranum, áfram. Og mikil var undrun manna þegar Svejk góðidáti birtist hálfum mánuði síðar á næturþeli og tilkynnti hliðverðinum með einlægu brosi á kringlóttu, sælu andlitinu: „Tilkynni í undirgefni, kominn til að láta fangelsa mig fyrir að hafa stungið af úr hernum svo ég geti haldið áfram að þjóna hans tign, keis- aranum, alveg til seinasta andvarps.“ Honum varð að ósk sinni. Hann fékk hálfs árs fangelsi og þegar hann svo óskaði eftir því að halda áfram þjónustunni var hann látinn í vopna- búrið og sagt að troða skotull í tundurskeyti. Svejk góðidáti meðhöndlar skotull Og þetta fór líkt og æruverðugur herpresturinn hafði spáð þegar hann sagði: „Svejk, skepnan, ef þú heldur áfram að þjóna hafnarðu á endanum í skotullinni. Og þangað ferðu sko á eigin ábyrgð.“ I vopnabúrinu lærði Svejk góðidáti semsagt að meðhöndla skotull og setja hana í tundurskeyti. Þetta var alveg gamanlaust starf. Þarna stóð hann yfirleitt með annan fótinn á himnum og hinn í gröfinni. En Svejk góðidáti var þó hvergi banginn. Innanum dynamít, ekrasít og skotull var hann glaður og reifur. Ur bragganum þar sem tundurskeyti voru fyllt þessum voðalegu sprengiefnum barst glaðlegur söngur. Hann söng uppáhaldsljóðið sitt, barátmsöng átjándu herdeildar um töku Mílanó- borgar. I kjölfar þess herskáa söngs komu svo aðrir heillandi textar um snúða og bollur á stærð við mannshöfuð sem dátinn Svejk sporðrenndi af ósegjan- legri lyst. Þannig var hann hæstánægður í skotullinni og út af fyrir sig í vopna- búrsbragganum. Einn daginn kom eftirlitið og gekk frá einum bragganum í annan til að sjá hvort allt væri ekki í lagi. 92
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.