Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1983, Síða 7

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1983, Síða 7
Adrepur fjöldaflótti undan mjög áþreifanlegri framtíðarógn, og um leið áköf leit að lífsgildum í sljóleika augnabliksins. Sagan sýnir að listamenn hafa oft reynst næmari á tímana en flestir aðrir. Svo er vafalaust enn í dag. Því getum við eftilvill best þreifað á áðurnefndum þáttaskilum með því að gæta að breyttri skynjun þeirra. Hún er hugsanlegur vísir að því sem koma mun ef mannkynið verður um langan aldur að búa við hættu á tortímingu. Efnilegur íslenskur myndlistamaður af yngstu kynslóðinni sagði eftirfarandi í blaðaviðtali ekki alls fyrir löngu: „Fílingurinn að skapa er númer eitt, en hvernig sköpunin fer fram og hvert hún leiðir skiftir aftur á móti engu máli.“ Þetta er ekki nýtt undir sólinni frekar en annað, en það er nýtt sem almenn tilfinning meðal listamanna í mörgum greinum. Hingaðtil hefur mestöll list haft þessi tvö meginmarkmið: að gera það hverfula varanlegt og vera skilaboð frá manni til manns. Nú er það sjálfstjáning listamannsins sem verður slíkt aðal- atriði að það skiftir ekki máli hvort aðrir njóti verka hans; þau hætta með öðrum orðum að vera skilaboð þótt þau geti verið það á meðan á sköpuninni stendur. Og hverfulleikinn er meðtekinn, ekki aðeins sem efniviður heldur líka sem form og markmið; engin þörf er á að varðveita listaverkið nema sem reynslu þess eða þeirra er skópu það. Þessi fagurfræði er í senn andstæða og hliðstæða þess sem hér var kallað sljóleiki augnabliksins. Hún er andstæða þess að því leyti að hún sækist eftir snerpu í upplifun fremur en doða. En hún er hliðstæða þess að því leyti að hún hörfar inní augnablikið undan tilfinningunni um framtíðarleysið. Hverful- leikinn verður svo yfirþyrmandi að „eining tímans“ rofnar og hverskyns varanleiki verður fáránlegur, jafnframt því sem undirrætur allrar menningar, tengsl einstaklingsins við aðra einstaklinga, verða léttvæg. Mottóið gæti verið: Ekkert hefur gildi útfyrir sjálft sig, hvorki í tíma né rúmi. Þótt ég aðhyllist ekki þessa fagurfræði tel ég mig þess ekki umkominn að fordæma hana „sem slíka". Astæðan er sú að ég er sannfærður um að hún hefur gildi langt útfyrir sjálfa sig. Hún er ekki aðeins afsprengi vonlausrar menningar, semsé vaxin útúr og hluti af sögunni í nútíð og fortíð, hún varpar einnig ljósi á lífsaðstöðu alls mannkyns á komandi tímum ef hervæðingin stigmagnast sem hingað til. Hún er vísbending um það sem við getum átt í vændum, vottur menningar þar sem augnablikslifun hins einangraða sjálfs yrði eina lífsmarkið á öllum sviðum mannlegrar tilveru. Af gömlum og nýjum vana höldum við áfram að búta heimsmenninguna niður eftir heimshlutum, þjóðum, stéttum, framleiðsluháttum, stjórnkerfum, kynjum, trúarbrögðum, kynþáttum og ég veit ekki hverju: kristin menning, kvennamenning, auðvaldsmenning, þýsk menning, alþýðumenning, Austur- landamenning og svo framvegis endalaust. Þessi aðgreining getur vissulega oft komið að haldi. En spurningin er hvort allir þessir bútar hafi ekki eignast samnefnara og tengilið sem geri jafnvel heimsmarkaðinn smávægilegan, semsé 125
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.