Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1983, Qupperneq 35

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1983, Qupperneq 35
Saga og form þróast á ólíkan hátt. Það sakar ekki að vitna til orða hagfræðings um þetta efni: „Um leið og hinni algeru tvískiptingu milli hugveru og hlutveru, hugmyndar og efnis, er hafnað — þ. e. sé litið á hugveruna sem hugsandi hlutveru, en það er kjarni efnishyggjunnar — verður augljóst að sumar hugmyndir, suma þætti vitundar, undirvitundar og huglægni er stundum hægt að skýra í anda efnishyggju án nokkurra tilvísana til efnahagslegra þátta eða orsaka.“6 Kannski er þetta algengasti gallinn á menningargreiningum marxista, og þarf enga dólga til: ákveðið lykilhugtak í samfélagsgreiningunni er notað til að skýra alltof mörg ólík fyrirbæri (mig minnir að Kristján Arnason bók- menntafræðingur hafi eitt sinn orðað það þannig að sumir marxistar ein- blíndu svo á stéttarhugtakið að þeir minntu á kaupmann, sem hefði tekið svo miklu ástfóstri við kílóið að hann ætti í vandræðum með að selja tannbursta). Þessa verður vart í merku verki Georgs Lukácsar, Sögu og stéttarvitund (1923). Firringin, eða réttara sagt hlutgervingin (að mannleg samskipti taki á sig mynd samskipta hluta í kapítalismanum), verður töfraorðið sem notað er til að skýra jafnt þróun verkalýðsvitundar sem lögfræði og blaðamennsku.7 Sama hlutverki gegnir drottnunin yfir nátt- úrunni hjá þýska heimspekingnum Adorno. Hann taldi að upplýsingin hefði í sér fólgna andstæðu sína. Skipuleg nýting náttúrunnar var forsenda þess að maðurinn hætti að vera leiksoppur blindra örlaga. En drottnun mannsins yfir náttúrunni hefur öðlast hættulegar víddir. I fyrsta lagi er um að ræða eiginlega merkingu orðanna, þ. e. rányrkjuna á auðlindum nátt- úrunnar í framleiðslunni, í öðru lagi bælingu náttúrulegra hvata mannsins og þarfa, og í þriðja lagi er arðránið á náttúrunni endurtekið innan samfé- lagsins með kúgun manns á manni. Um síðir leiðir upplýsingin mannkyn aftur til villimennskunnar, fasismans, en alræði hans er jafnframt alræði tæknihyggjunnar sem ekki á sér aðra mælikvarða en sína eigin blóðugu afkastagetu. Það lágu margar ástæður til þess að Adorno komst að þessari niðurstöðu. Gallinn er bara sá að greining hans verður í mörgum tilvikum ekki nógu hluttæk og söguleg til að hún segi okkur eitthvað um viðfangsefnið. í sumum bókmenntaritgerðum sínum hættir honum til að lesa eigin sögu- heimspeki inn í þau verk sem hann fjallar um. Að hans dómi höfðu aðeins þær bókmenntir eitthvert gildi sem voru í einu og öllu afneitun þessa samfélags, og hann var meistaralegur túlkandi svartsýnna nútímaverka. Hins vegar var honum fyrirmunað að sjá nokkuð annað í afþreyingarbók- menntum og skemmtanaiðnaði en hina fullkomnu formyrkvun andans: „Sífellt sömu brosgretturnar á ungbörnum myndablaðanna, sífellt sami malandinn í jazzvélinni."8 tmm III 153
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.