Tímarit Máls og menningar - 01.04.1983, Síða 37
Saga og form
Meðvitund um sögulegt afstæði flestra fyrirbæra er nauðsynleg við mat á
eldri bókmenntaverkum. Hún hefur verið sterk meðal enskra sagnfræðinga
og menningarrýna (E. P. Thompson, Raymond Williams) og sömu sögu er
að segja um Frakka (Michel Foucault). Það skiptir til dæmis máli varðandi
greiningu miðaldabókmennta (þ.á m. íslenskra) að átta sig á að höfundar
þeirra greindu yfirleitt ekki á milli skáldskapar og söguritunar einsog nú er
gert, og að „sannleikur" merkti fyrir þeim orð guðs eða útlistun þess.
Menntuðum miðaldamönnum Evrópu voru tæpast tiltæk þau hugtök sem
gerðu þeim kleift að vera guðleysingjar í nútímamerkingu. Oll hugtök
okkar, sem við höfum tilhneigingu til að álíta algiid, hafa gerbreyst á síðustu
öldum. „Maðurinn" sem viðfangsefni sjálfs sín í sérstökum fræðigreinum
(sálfræði, félagsfræði, hagfræði) er tvö hundruð ára gamalt fyrirbæri; jafnvel
tímaskyn okkar hefur gerbreyst með tilkomu iðnvæðingarinnar, verksmiðj-
unnar og vinnuaga hennar. Karl Marx greindi kapítalisma síns tíma, en það
er ekki til nein einhlít aðferð, „Marxisminn“, sem hægt er að beita á
hliðstæðan hátt og í eitt skipti fyrir öll á eldri söguskeið, á það meira eða
minna tilviljunarkennda úrval úr textasafni fortíðarinnar sem við köllum
sögu.
IV
A kaþólskum síðmiðöldum og endurreisnartíma í Evrópu runnu einu sinni
á ári upp dagar þegar alþýðan gat dregið kúgara sína miskunnarlaust sundur
og saman í háði og ekkert var svo heilagt að ekki mætti hlæja að því, allri
skipan samfélagsins var snúið á haus. Þetta var karnívalið, kjötkveðjuhátíð-
in. Rússneski marxistinn Michail Bachtin hefur rakið sérstaka bók-
menntagrein til þessarar alþýðumenningar, „hláturkúltúrsins". Meistari
hennar var samkvæmt honum franska skáldið Rabelais, sem uppi var á fyrra
helmingi 16. aldar og sem hann taldi mest vanræktan af öllum stórum
höfundum bókmenntasögunnar. Gróteskt raunsæi hans einkenndist af stór-
kostlegum ýkjum og ruddaskap og áherslu á efnislegar þarfir og nautnir.
Rætur þess voru í þessari ærslafengnu „frelsun hlátursins og líkamans sem
var sláandi andstæða þeirra hafta og takmarkana sem fylgdu föstunni,“"
hláturinn tjáði heila heimssýn. Á næstu árum verður þessi menning að láta
undan síga fyrir alvöru yfirvaldsins, skynsemishyggju og klassísisma, þótt
enn sé smáneisti í glóðum karnívalsins í evrópskri menningu og andi þess
móti suður-amerískar bókmenntir.
Greining Bachtins er nefnd hér vegna þess hve hann er meðvitaður um
breytingar á hlutverki og viðtöku bókmennta í sögunnar rás, rekur hvenær
ýkjustíll hins gróteska raunsæis hættir að teljast til „alvörubókmennta“ og
ærsl hans þoka fyrir nýjum hljóm. Þeir Bertolt Brecht og Walter Benjamin
155