Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1983, Page 57

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1983, Page 57
Hugmyndafrtsði vísindanna eins konar leiðarhnoða til að vísa okkur á tiltekin atriði sem mér þykja umræðuverð í hugmyndafræði vísinda nú á dögum. En þá vaknar spurningin hvar skal byrja, þ.e. hvenær hófst saga vísindanna? Hugmyndir manna um það fara að sjálfsögðu mjög eftir því hvað þeir telja til vísinda og hvað ekki. Ef menn hafa mjög víða skil- greiningu í huga munu þeir leita upptakanna „aftur í grárri forneskju" m.ö.o. áður en sögur hófust eða á svokölluðum forsögulegum tíma, jafnvel allt aftur til þess er tegundin „viti borinn maður” (homo sapiens) varð til. Noti menn hins vegar mjög þrönga skilgreiningu á vísindum þurfa þeir að sama skapi að leita stutt aftur í tímann og geta jafnvel nefnt okkur ártöl eða dagsetningar um fæðingu vísindanna. Slíkir menn viðurkenna kannski ekki að ýmsar vísindagreinar, sem svo kalla sig, eigi sér neina sögu; þær séu í rauninni ófæddar eða kannski í fæðingu. Við sitjum hér greinilega rétt einu sinni uppi með spurningar sem eiga sér engin einhlít svör. Við skulum þó engan veginn láta hugfallast því að bæði er sem betur fer oft hægt að taka slíkar spurningar einhverjum vitrænum tökum og auk þess er ekki víst að okkur skipti mestu að hafa einhver ákveðin svör á reiðum höndum. Við göngum því djarflega fram og sleppum leiðarhnoðanu lausu í upphafi vega og sjáum síðan hvaða stiklur verða á vegi okkar þaðan og til nútímans. Betri tök Ymsir mætir fræðimenn vilja rekja upphaf vísinda allt til þess er maðurinn fór að búa sér til áhöld, en það atriði er einmitt talið eitt af því sem skilur hvað gleggst í milli manna og dýra (þess eru dæmi að dýr noti hluti úr umhverfi sínu sem áhöld en ekki að þau leggi sig fram um að smíða slík áhöld). Um þetta efni segir bresk-ástralski fornleifafræðingurinn Gordon Childe: Jafnvel einfaldasta áhald sem gert er úr trjágrein eða grjótflögu er ávöxtur langrar reynslu — menn hafa þreifað sig áfram, tekið eftir hugboð- um, lagt þau á minnið og borið þau saman. Menn hafa komist upp á lag með að smíða áhaldið með athugunum og tilraunum og með því að beita minni sínu. Það kunna að virðast ýkjur en er engu að síður rétt að sérhvert áhald felur í sér vísindin í hnotskurn. Því að það hefur í sér fólgna hagnýtingu á reynslu sem menn hafa lagt á minnið, borið saman og safnað, og sem er af sama toga og sú reynsla sem bundin er í kerfi og dregin saman í formúlum, lýsingum og forskriftum vísindanna.7' 175
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.