Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1983, Page 63

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1983, Page 63
Hugmyndafrœði vísindanna jafnvel félagsvísinda. A hinn bóginn eru margir á því að engin nauður reki menn til að afmarka vísindin svo skýrt sem hér um ræðir. Því sé eins gott að fara með gát og minnast þess sem vísindasagan sýnir, að samtíðin getur oft og tíðum alls ekki gert sér grein fyrir því hvaða hugmyndir eiga eftir að reynast varanleg vísindi og hverjar ekki. Einfaldleikinn Forngríski heimspekingurinn Plató er yfirleitt ekki talinn hafa lagt mikið af mörkum til raunvísinda. M.a. var hann málsvari þeirrar fyrirlitningar á líkamlegri vinnu sem þróaðist með Forngrikkjum í skjóli þrælahaldsins og hefti mjög framfarir á ýmsum sviðum raunvísinda, t.d. miðað við það sem síðar varð í Evrópu í upphafi nýaldar. Um þetta athyglisverða atriði segir breski vísindasagnfræðingurinn Benjamin Farrington: Þetta hafði m.a. þá slæmu afleiðingu að það var talið verk þræla að stýra tækni og aðferðum, en þekking á slíkum ferlum er einmitt nauðsyn- leg í mörgum greinum raunvísinda; og með mönnum mótaðist sú hug- mynd um vísindi að þau snerust fyrst og fremst um orð og hefðu ekkert með hagnýta hluti að gera. Orðið var viðfangsefni borgarans en verkið þrælsins.10 Einn þáttur í boðskap Platós átti þó eftir að bera ríkulegan ávöxt í raunvísindum. Þar á ég við hugmyndir hans um einfaldleika og samræmi eða samhljóm (harmony) í tilverunni og þar með í lögmálum náttúrunnar. Þessar hugmyndir eru taldar hafa haft allmikil áhrif á frumkvöðla vísinda á nýöld, þar á meðal á Kópernikus sjálfan. Hann lýsir þessum viðhorfum eftirminnilega þar sem hann er að fjalla um hugmyndir og vinnubrögð fyrir- rennara sinna: Þeim fer eins og listamanni sem ætti að safna saman í myndir sínar höndum, fótum, höfðum og öðrum líkamshlutum úr ýmsum áttum og hver þeirra um sig væri listilega dreginn en þeir ættu ekki við neina eina persónu. Þar eð þessi brot ættu engan veginn saman yrði úr þeim óskapnaður en ekki maður.'2) Leitin að einfaldleika og sem víðtækustu samhengi er að vísu oft dulin eða omeðvituð í vísindum nútímans, til að mynda þegar verið er að leiða rök að einhverjum almennum kenningum raunvísinda. Af slíkum rökstuðningi fá margir (og vilja kannski fá?) þá ranghugmynd að hann leiði til hinnar einu réttu niðurstöðu, þar sem hitt er nær sanni að menn hafi e.t.v. fundið 181
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.