Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1983, Qupperneq 65

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1983, Qupperneq 65
Hugmyndafrœbi vísindanna einföldustu kenninguna er sé í samræmi við raunveruleikann (þ.e. athuganir og tilraunir). Hins vegar er yfirleitt alls ekki útilokað að til séu aðrar kenningar sem gætu gegnt sama hlutverki, en menn ganga fyrst og fremst á svig við þær vegna þess að þær yrðu óþarflega flóknar og þarafleiðandi óþarflega óhentug verkfæri. Þá hygg ég að mörgum sé ekki fullljóst hvernig vídd samhengisins hefur áhrif þegar vísindamenn velja og hafna grundvallarkenningum. Til að mynda er gleggsti munurinn á hinni fornu jarðmiðjukenningu og sólmiðju- kenningu Kópernikusar fólginn í því að hin síðarnefnda fellur eðlilega inn í miklu stærra samhengi í stjörnufræði og eðlisfræði en hin fyrri. Svipað má segja um sköpunarkenningu Biblíunnar og þróunarkenningu Darwins: þá fyrrnefndu má að mínu viti líta á sem eldri vísindakenningu eða viðmið (paradigm í skilningi Tómasar Kuhns) sem reynist síðan ekki falla eins eðlilega inn í stærra samhengi sífellt víðtækari athugana og kenning Darwins gerir. Örugg þekking Eitt einkenni vísinda í tímans rás er það að menn telja sig vera að leita að sem öruggastri þekkingu. Um þetta vil ég hér leiða til vitnis Alexandríu- manninn Ptólemeos sem fékkst bæði við stjörnufræði, stjörnuspeki og landafræði og var uppi um 100 e.Kr. I eftirfarandi tilvitnun er hann að fjalla um þrískiptingu Aristótelesar á heimspekilegri kenningu í eðlisfræði, stærð- fræði og guðfræði, en þessi orð hafa ekki sömu merkingu og nú á dögum, heldur virðist orðið stærðfræði t.d. taka m.a. yfir stærðfræðilega stjörnu- fræði. Um þessi mál segir hann: Tvær af þessum þremur greinum kenningarinnar verða öllu heldur að kallast vangaveltur eða hugleiðingar en örugg þekking: gubfrxbin vegna þess að viðfangsefni hennar eru bæði algerlega ósýnileg og óáþreifanleg, og eblisfræbin sökum þess hve forgengilegur og ógagnsær efnisheimurinn er. Því er engin von til þess að fræðimenn verði nokkurn tímann á eitt sáttir um þessa hluti. - Strerbfrxbin ein getur hins vegar veitt iðkendum sínum trausta og óhrekjanlega þekkingu . . .15) Þetta segir Ptólemeos hafa verið ástæðuna til þess að hann helgaði krafta sína „stærðfræðinni", einkum þó þeim hluta hennar sem fjallar um guðlega og himneska hluti (m.ö.o. stærðfræðilegri stjörnufræði), því að þau vísindi ein beinast að rannsóknum á þeim heimi sem er óumbreytanlegur að eilífu.1*1 183
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.