Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1983, Page 109

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1983, Page 109
styrjöldinni austur til Síberíu og komst þaðan til Israel, bugast af hörku og kulda heimsins þar sem hún býr í Sviss. Hún sem flýði svo langan veg til að forða lífinu, getur ekki horft upp á örlög vina sinna í Brasilíu, hún sviptir sig lífi. Gyða, íslenska húsmóðirin sem á svo ríkmannlegt heimili en finnur enga huggun nema hjá flöskunni, hún reynir að flýja frá sorg sinni og niðurlægingu og tekur inn eitur. Það er svo amma litlu stúlkunnar, sú sem gengur um og gerir húsverk, sem verður til að bjarga Gyðu. Þær reyna allar að flýja. Hver á sinn hátt,“ — segir hún um húsmæðurnar sem hún vinnur hjá. Orð hennar má heimfæra upp á alla þá sem ofbeldið bitnar á í sögunum í Af mannavöldum. En Gyðu mistekst flóttinn. Það er farið með hana á spítala og dælt upp úr henni. Litla stúlkan bíður á stól og heyrir að einhver hljóðar og kúgast. Allt í einu kvað við hvell rödd. — Þarf að fara svona illa með hana? Þetta var amma. Það var karlmaður sem svaraði. — Það þýðir ekki að taka þær neinum vettlingatökum. Annars byrja þær bara aftur. (bls.79) Sögumenn í Af mannavöldum eru með tvennu móti. Annars vegar þeir sem fyrir ofbeldinu verða og eru á flótta undan því, og hins vegar áhorfendur sem verða snortnir af örlögum annarra án þess þó að geta rönd við reist. Þrisvar eru börn í hlutverki sögumanns, fjórum sinnum konur, tvisvar karlmenn, yngri bróðirinn frá Túnis og spænski faðirinn, sem er sérstæður að því leyti að hann, einn sögumanna, vekur andúð hjá lesanda. Hann beygir sig auðmjúkur undir rök ofbeldisins til að bjarga eigin Umsagnir um bxkur skinni. Aðrir sögumenn vekja samúð, barnið sem hleypur óttaslegið, stúlkan sem huggar stöllu sína, konan sem syrgir skólafélagana frá svo ólíkum heimi, yngri bróðirinn sem flytur eldri bróð- urnum í útlegðinni orð deyjandi móður þeirra. Sameiginlegur öllum sögumönnum er hinsvegar frásögumátinn. Þar víkur höf- undurinn verulega frá venjulegri frá- sögn. Atburðirnir eru ekki raktir hver af öðrum í röð, atburðarásin er sífellt stöðvuð, byrjað á öðrum stað, sjóninni beint að nýjum fleti. Fyrir þessum frá- sögumáta gerir höfundur grein í IX, þar lætur hann sögumanninn, konuna sem forðum var við nám í Sviss, segja: Ég hef alltaf dáðst að fólki sem ritar sjálfsævisögur. Það virðist ekki þurfa að velkjast í vafa. Mér dettur ekki í hug að væna það um lygi eða að það hagræði sannleikanum. Það horfir bara á líf sitt eins og sögu. Það lýtur sögulögmálum. Það vil ég ekki gera. (bls. 110) Óskipulag frásagnarinnar verður þó síður en svo til að rugla lesanda. Hann fær að sjá vettvang atburða frá nýjum og nýjum hliðum uns hin „margbrotna" mynd (Sbr. kápumynd) raðast saman í eina heild. Þá er það einnig athyglisvert hve hófsamur höfundur er í meðferð tungumálsins. Frásögnin er mjög knöpp og laus við allt skrautverk. Hún er þó langt frá því að vera einföld eða flöt, hún er einmitt í allri sinni hófsemi mjög áhrifamikil og táknræn. Það yrði of langt mál að rekja öll tákn sem koma fyrir í texta bókarinnar Af mannavöld- um, því skal hér einungis bent á til marks byssuna og kylfuna, sem karl- mennirnir hampa, þessar aflöngu við- 227
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.