Tímarit Máls og menningar - 01.06.1983, Blaðsíða 38
Tímarit Máls og menningar
heilsteyptan og sameiginlegan veruleika manna, sem sé rökréttur og
skiljanlegur (sjá Barthes, 31—33).
Gegn þessu viðhorfi snýst módernisminn. I kjölfar vaxandi þjóðfé-
lagsfirringar skynja ýmsir höfundar firringu tungumálsins. Fólk er ekki í
lifandi tengslum við málið, heldur notar það hugsunarlítið sem hvert
annað tæki (þessar aðstæður hafa verið gjörnýttar af auglýsingaiðnaði og
stjórnmálaumræðu okkar tíma). Slíkt hefur ýmsar hættur í för með sér.
Heimsmynd og hugmyndafræði er fyrst og fremst miðlað um tungumál-
ið og það er því langt frá því að vera „saklaust" verkfæri. Hin
hefðbundna notkun málsins stuðlar að þeirri blekkingu að þjóðfélagið
allt eigi sér sameiginlega heimsmynd og að hægt sé að öðlast yfirsýn eða
heildarmynd af hinum félagslega veruleika. I augum flestra módernista
er raunveruleikinn torræður og tvístraður, hin eina sanna mynd af
honum birtist einstæðingsbundinni vitund og er túlkuð á einkalegu og
stundum torræðu máli. Jafnframt leggja módernistar áherslu á hið
skapandi afl tungumálsins umfram endurspeglunarhæfni þess. Lesandi
verður að staldra við í heimi tungumálsins í stað þess að stökkva strax
„yfir um“ eins og Kafka segir á sinn tvíræða hátt í sögu sem hér fer á
eftir, þ. e. yfir á svið þekkjanlegs raunveruleika (að sönnu hafa sum
skáld jafnvel skrifað texta sem eiga að vera án allrar vísunar á raunveru-
leikann, en slíkt er þó ekki dæmigert fyrir módernismann í heild).
Módernisminn freistar þannig vísvitað að flækja hið hefðbundna skír-
skotunarhlutverk bókmenntanna í því skyni að bregða nýrri birtu á
tungumálið og þá tilveru sem það túlkar. Þetta gerist auðvitað á margvís-
legan hátt, en þeirri fjölbreytni verða ekki gerð skil hér (slíka meðferð
málsins má að sjálfsögðu einnig finna í eldri bókmenntum frá öllum
tímum, en aldrei svo að hún verði eitt af megineinkennum heillar stefnu
eða straums).
A þessum grunni verður að koma til móts við verk Kafka. Þau eru eitt
besta dæmi þess hvernig höfundur skapar söguveröld er við þekkjum
ekki sem spegilmynd af raunheimi okkar (en þekkjum kannski samt,
þótt á annan hátt sé). Spurningin er svo auðvitað, eins og fyrr var vikið
að, hvernig beri að lesa og túlka þennan sérkennilega texta. Ymsir hafa
orðið til að taka undir þau orð Theodors Adornos að „fyrsta reglan“ sé
að „taka allt bókstaflega, þekja ekkert með hugtökum sem koma að
ofan“12 Víst felast áhrifin sem lesandi Kafka verður fyrir að stórum hluta
í sögunum eins og þær koma fyrir augu. En fæstir munu geta látið þar
við sitja; þörfin á að vinna merkingu úr textanum er of mikil. Adorno
268