Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1983, Síða 43

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1983, Síða 43
Ég var í miklum vanda staddur lögfræðingsins." Ætíð er hætta á að slík vitundarhvörf, vísvitað frelsi frá fyrra lífi, leiði einstaklinginn í flasið á trúarbrögðum, einhvers konar sefandi hugmyndafræði eða aðilum sem reiðubúnir eru að kaupa sálu hans, hugsa fyrir hann. Slík virðast hafa orðið örlög Blocks kaupmanns. Sé þessari túlkun haldið til streitu má ætla að endalok sögunnar gefi til kynna vonleysi slíks lífsuppgjörs: „Eins og hundur!" eru síðustu orð K. eftir að hann er stunginn á hol. „Einn einasti böðull gæti komið í staðinn fyrir dómstólinn", segir hann eitt sinn fyrr í sögunni. Þessi árekstur vitundarinnar og veruleikans birtist einnig í öðrum sögum Kafka. „Að vakna til vitundar“ verður hér að skiljast í fyllstu merkingu þess orðalags. Gregor Samsa vaknar og staða hans gagnvart áður velkunnum raunveruleika er heldur betur breytt. Hann getur ekki framar samræmst starfi sínu eða fjölskyldunni sem hann bjó með í innbyrðis sníkjudýrasambúð. Sveitalæknirinn vaknar líka, vakinn af „villuhljómi næturbjöllunnar": „Eg var í miklum vanda staddur“, segir hann og er það ekki orðum aukið. Hér má einnig sjá uppgjör vitundar- innar við stirðnað líf. Wilhelm Emrich, sem skrifað hefur eina merkustu bókina um Kafka, lítur svo á að hestarnir og hestasveinninn tákni tvö andstæð öfl, hið andlega og hið líkamlega, sem leysast úr læðingi í lækninum á hinu existensíalíska augnabliki sögunnar er hann vaknar af sínu fyrra lífi. Það leiðir af aðstæðum okkar „ógæfusömu tíma“, þar sem öll mannleg gildi eru að vettugi virt, að þessi tvö öfl eru í engum innbyrðis tengslum og bæði stjórnlaus; veraldleg umsvif manna hafa rofnað frá andlegum veruhætti þeirra. Læknirinn er hrifinn burt af ójarðneskum hestum, en jarðneskur hestasveinninn brýtur húsdyrnar og býst til að misþyrma Rósu.15 Ef til vill má líta á ferð læknisins sem einhvers konar tilgangsleit sjálfsvitundarinnar, svipaða þeirri sem Jósef K. heldur í morguninn örlagaríka. Læknirinn finnur hið ógurlega sár sem ekkert fær læknað. Ennfremur er þetta sár í einhverjum tengslum við Rósu, því það er rósrautt — á þýsku er þetta sama orðið („Rosa“/ „rosa“). I sárinu sér hann því tákn um hlekkinn sem tengir hann veröldinni en um leið merki um glötun sína. Hann fær aldrei snúið aftur til Rósu, eða fyrra starfs; hann hefur hlýtt hljómi næturbjöllunnar og úr því verður aldrei bætt. Þessir þankar eru að vísu gróf einföldun á einni flóknustu sögu Kafka, sem túlkuð hefur verið á ótrúlega fjölbreytilegan hátt.16 En þó er ljóst að þessi klofningur eða tvískipting er fyrir hendi í sögunni. — I þessu sambandi minni ég á upphafsorð mín um að köllun sína sem rithöfundur 273
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.