Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1983, Side 100

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1983, Side 100
Tímarit Máls og menningar eitthvað er sagt, andstætt yrðingu, sem er ’það’ sem sagt er. Þetta er alls ekki svo einfalt. Orðræðan er einnig það sem sagt er, en lítur það frá öðrum sjónarhóli en við sjáum hina augljósu merkingu setningarinnar. Tökum yrðinguna ’ég lýg’ sem dæmi. Við sjáum að gerandi orðræðunnar skiptist a. m. k. í tvennt: (1) þann sem nú segir satt, þegar hann segist ljúga, og (2) þann sem yfirleitt lýgur. Eiginlega er um hvorugan hægt að segja hvort hann lýgur eða segir satt. Yrðingin er þess vegna: ég lýg, en orðræðan: ég lýg/ég segi satt. Greining orðræðu fæst við hver segi hvað í texta. Við gerum ráð fyrir þremur persónum hið minnsta, sem tala, eða e. t. v. er betra að segja að talað sé frá þremur stöðum (sbr. ’sjónarhorn’): höfundur, sögumaður, persóna. Fjórði aðili getur einnig verið nálægur, auk hinna þriggja: lesandi. Allir höfundar eiga nefnilega eins konar samtal við hugsanleg viðbrögð lesand- ans, þó að það komi ekki alltaf eins skýrt í ljós og í Lilju eftir Halldór Laxness: „Eg gef manninum þetta nafn einúngis til þess að menn taki eftir sögunni og hugsi með sér: nei þetta hlýtur að vera skemtileg saga.“ (I fáum dráttum, bls. 58; sbr. t. d. einnig I sama klefa eftir Jakobínu Sigurð- ardóttur). Það er nærvera sögumanns sem gerir texta að skáldsögn.7 Halldór Laxness segir um þennan sögumann: Leingi hefur sú spurning strítt á þann sem hér heldur á penna, hversu farið skuli með mann nokkurn sem við skulum kalla Plús Ex. Hver er Plús Ex? Það er sú boðflenna med aungu nafni og óglöggu vegabréfi sem ævinlega er viðstödd líkt og gluggagægir hvar sem gripið er ofaní skáldsögu. Þessi herra er aldrei svo smáþægur að setjast aftastur í persónuröðinni, heldur sættir sig ekki við annað en öndvegi nær miðju frásagnarinnar, jafnvel í sögu þar sem höfundur gerir sér þó alt far um að samsama ekki sjálfan sig sögumanninum. (Upphaf mannúðarstefnu, bls. 73.). Sumir álíta að sögumaður þurfi að vera sýnilegur í texta til að gegna einhverju hlutverki. T. d. er sögumaður það í tilvitnuninni í Lilju hér að framan: „Ég gaf manninum . . .“. Hér er ’ég’ bæði sögumaður og persóna í sögunni, og sjálfsagt álíta einhverjir að þetta ’ég’ sé einnig höfundurinn sjálfur af því að persónan hefur ekkert nafn og á þar að auki ýmislegt sameiginlegt með höfundi. I tákneðlisfræðinni er því haldið fram að höfundur, sögumaður, persóna og lesandi séu alltaf virk í öllum skáldsögum, og að þau séu aldrei eitt og hið sama, þó að þau skarist. Orðræðugreiningin leitar að mismun þessara þátta textans: 330
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.