Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1983, Qupperneq 109

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1983, Qupperneq 109
Frelsisleit Dóru er hér lýst sem skilgetnu afkvæmi þeirrar neyslu- og eignahyggju sem einkennt hefur samlíf hjónanna. Leit þeirra að jafnvægi felst í deilum um millimetrajafnvægi þar sem mælt er í megind en ekki eigind. Upp- reisn Dóru gegn merkingarlausu lífi nemur staðar við yfirborðið og leiðar- Ijós hennar í baráttunni, bókin Kona, þekktu kroppinn þinn, vísar til þessarar yfirborðsmennsku frelsisbaráttunnar. Guðbergur er hér óspar á skeytin í garð borgaralegs femínisma þó svo sá femínismi kenni sig við róttækni. margar athugasemdir koma hér óþægi- lega við íslenska þjóðmálaumræðu liðinna ára, sbr. þá hyggju að bendla forsetakosningar við frelsisbaráttu kvenna. „Byltingin sigraði á Bessastöð- um og mun breiðast út um allan heim,“ segir Dóra, því „þjóðarlíkaminn er orð- inn að konulíkama.“ (103) Þegar líður á söguna verður ráf mannsins að e. k. ferðalagi um íslenskt þjóðfélag. Hér er alþýða manna persónugerð í Jóunum tveimur sem raunar eru jafn ráðvilltir og maðurinn sjálfur. Þeir sitja á eilífu helgarsumbli og „íhuga eðli málsins" í samræðum sem eru mestmegnis bull enda bítur hver hugsun í skottið á sér. Pólitískar vanga- veltur þeirra snúast eingöngu um verð- bólguna og lífdaga ríkisstjórnarinnar á máli sem er skoplegt bergmál af froðu- snakki dagblaðanna. — Þótt Jóarnir séu af öðru sauðahúsi en maðurinn þá eiga þeir þó eitt sammerkt: Þeir hafa gefist upp á að taka ábyrgð á eigin lífi og reyna að skilja líf sitt heldur bíða þeir allir eftir betri tímum. Sem sannir verkamenn bíða Jóarnir auðvitað eftir byltingunni en það má einu gegna hvað hún heitir. Bylting dagsins á þeim bænum er ör- tölvubyltingin. Umsagnir um bœkur Maðurinn, einn og firrtur öðrum mönnum, án yfirsýnar eða skilnings á lífi sínu, það er sígilt viðfangsefni mó- dernismans. En sagnheimur Guðbergs hverfist ekki um sjálfan sig hversu svört sem heimssýn hans kann að virðast. Hann ætlar mönnum ekki að kveða sig í sátt við eymdina. Þetta sést skýrast í þætti móðurinnar og Gunna. Bæði eiga þau það sammerkt að vísa sjálfsvorkunn mannsins á bug, hæðast að þráhyggju hans og kalla hann til ábyrgðar. Ekki síst er vert að hugleiða orð móðurinnar í því sambandi. Þegar sonur hennar segir að sig langi til að eiga heimili, konu og börn þá svarar hún: „Víst viltu eiga börn . . . Þú talar eins og bóndi á miðöldum." (119) Með dæmi- sögu sinni minnir hún á að við spurn- ingum ástarinnar — elskarðu eða elsk- arðu ekki? — sé ekkert endanlegt og óyggjandi svar til. En lærist mönnum að lifa með óvissunni þá lærist þeim líka að hefja sig yfir örvæntinguna og þá fyrst geti þeir farið að glíma við veruleika sinn. Hún talar hins vegar máli þeirrar vináttu sem hvorki þekkir eignarrétt eða eignagleði. — I þætti móðurinnar og Gunna kemst lesandinn líklega næst því að höndla viðhorf höfundarins til þess lífs sem hann lýsir og raunar þykir mér Guðbergur tala hér beinna til lesandans en hann hefur gert í fyrri sögum sínum. Krafan um að takast á við líf sitt á þann hátt sem hér hefur verið lýst, er fyrst og fremst tilfinningalegs og sið- ferðilegs eðlis. Höfundurinn fjallar ekki um efnivið sinn á sögulegan hátt og vísun til sögulegs veruleika íslendinga er hér minni og fjarlægari en í sögunum af Tanga, Það sefur í djúpinu og Það rís úr djúpinu. Svo eindregin er lýsing hans á lágkúru pólitískrar umræðu og dægur- baráttu að nærri lætur að hann hafni því 339
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.