Tímarit Máls og menningar - 01.06.1983, Side 112
Tímarit Máls og menningar
bókarinnar gætir mikils ósamræmis í
myndmáli þessara ljóða, þau eru ofhlað-
in myndum úr ólíkum áttum; og orsaka-
samhengi þeirra er ekki alltaf ljóst. I
„Svartur hestur í myrkrinu" eru tár
hestsins fyrst myndhverfð sem hnífs-
oddar, en síðan líkt við heitt blóð, augu
hans vilja vera vopn þjóðarinnar, en geta
það ekki vegna þess að enginn situr hann
lengur. Hann hleypur svo hófatak hans
skellur á veginn, en í næsta erindi hefur
„ég“ ljóðsins náð honum án þess að fara
hraðar en að ganga. I þessu ljóði er
hesturinn persónugerður sem maður,
því að hann syngur í beinni ræðu, en
slíka mynd af syngjandi hesti hljóta
menn fremur að sjá fyrir sér sem skrípa-
mynd en mynd af sorg. Þá er óljóst
sambandið milli eitursins sem vætt er í
veg hestsins og er svo fyrirferðamikið í
bæði „Svartur hestur í myrkrinu" og
tveimur „Hún“- ljóðanna, og netsins
sem gleymskan er sögð hafa ofið í vit-
und þjóðarinnar í einu „Hún“-ljóðanna.
Reyndar kemur heldur hvergi fram úr
hverju netið er búið til eða hvað í það er
veitt. Frelsun hestsins í síðasta ljóði bók-
arinnar virðist alveg óháð eitrinu, hún
verður einfaldlega og fyrirvaralaust þeg-
ar sterkar hendur og fimar slíta þetta
net. Ef hesturinn er tákn, hlýtur heiðin
sem þjóðin að lokum mætir honum við,
að vera það líka. En fyrir hvað? Mynd af
landi sem stefnir í heiði er ekki hægt að
koma saman, og þess vegna missir tákn-
ræn skírskotun hennar marks.
I íslenskum bókmenntum er komin
ákveðin hefð á ljóð sem fjalla um landið
og frelsi þess. I þessum ljóðum er landið
á leið til glötunar, en einn fagran dag
mun frelsið ríkja á ný. Það hefur með
öðrum orðum myndast klisja sem vill
eins og óvart slæðast með í ljóðum um
landið, ófrelsi þess og von. Þessi hefð
hefur mótast af karlmönnum, reynslu
þeirra og vitund, sem er á margan hátt
andstæð reynslu og vitund kvenna. Það
er í þessu sambandi freistandi að vitna til
orða Svövu Jakobsdóttur í greininni
„Reynsla og raunveruleiki“ (í Konur
skrifa til heiðurs Önnu Sigurðardóttur,
Reykjavík 1980), þar sem hún segir um
vandamál kvenrithöfundar gagnvart
hefð:
Sú gata skáldskaparhefðar sem
hún gengur er margtroðin og
lögð af karlmönnum. Kvenrithöf-
undur á það alltaf á hættu að láta
blekkjast til fylgilags við snjöll
tákn og fagrar líkingar sem eiga
upptök sín í allt öðru viðhorfi til
yrkisefnisins en hún hefur, og
leiða til skilnings sem kvenrithöf-
undurinn hefur — þegar allt kem-
ur til alls — einungis tileinkað sér
en ekki reynt. (Bls. 224)
I ljóðunum um svarta hestinn fetar
Nína vissulega ekki þá margtroðnu slóð
hefðarinnar að yrkja um landið sem
móður, konu og meyju, en samt er eins
og myndmál þeirra sé henni ekki eigin-
legt, sé tileinkað en ekki reynt. I síðasta
ljóðinu, sem lesa má sem eins konar
niðurstöðu bókarinnar, verður samruni
konu og þjóðar, þegar hesturinn
„þeysir. . . með hana/inn í daginn/inn í
bláan — bjartan daginn“, þar sem
persónufornafnið „hana“ getur vísað
hvort sem er til konunnar eða þjóðarinn-
ar í línunum á undan. Þessi tengsl milli
vanlíðunar konunnar og ástands lands-
ins (í mynd hestsins) eru ekki sann-
færandi. Óttinn sem flest önnur ljóð
bókarinnar lýsa svo vel, beinist nefnilega
ekki að áþreifanlegum ytri aðstæðum,
eins og t. a. m. hernámi lands eða ófrelsi
s
342